is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31906

Titill: 
  • Þekking og viðhorf hjúkrunarfræðinga sem starfa á hjúkrunarheimilum varðandi verkjameðferð aldraðra : forprófun spurningalista
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Langvinnir verkir er algengt heilbrigðisvandamál hjá öldruðum og hjá þeim sem eru inni á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarfræðingar hafa tilhneigingu til að vanmeta verki aldraðra sem leiðir til þess að þeir fá ekki þá verkjameðferð sem þeir þurfa á að halda. Helstu ástæður eru skortur á þekkingu og þjálfun, neikvæð viðhorf, s.s. vanmat á mikilvægi verkjameðferðar og jafnvel aldursfordómar.
    Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var tvíþættur; 1) að forprófa réttmæti og áreiðanleika íslensku þýðingar mælitækisins Tool for Evaluating the Ways Nurses Assess Pain (TENAP), 2) að kanna þekkingu og viðhorf hjúkrunarfræðinga á verkjum og verkjameðferð aldraðra einstaklinga á íslenskum hjúkrunarheimilum.
    Aðferð: Megindleg lýsandi þversniðsrannsókn með lýsandi samanburðarsniði, þar sem notast var við tilgangsúrtak. Spurningalisti var sendur bæði rafrænt og á pappír til 424 hjúkrunarfræðinga sem starfandi voru á öllum hjúkrunarheimilum á Íslandi. Framkvæmd var leitandi þáttagreining og lýsandi tölfræði beitt við að lýsa eiginleikum tölulegra gagna.Tölfræðiforritið SPSS var notað við gagnaúrvinnslu.
    Niðurstöður: Svarhlutfall var 33,17% (n=135). Hjúkrunarfræðingar voru með nokkuð góða þekkingu, þar sem meðaltal réttra svara við spurningum um þekkingu og viðhorf var um 75%. Þáttagreining fyrri hluta spurningalistans (B-hluta) leiddi af sér einn þátt með áreiðanleikastuðul (Cronbach Alpha) 0,692 og þáttahleðslur á bilinu 0,034-0,615. Seinni hluti spurningalistans (C-hluti) skiptist í tvo þætti með áreiðanleikastuðul 0,691-0.760 og þáttahleðslur 0,359-0,780. Marktæk tengsl voru á milli menntunar og þekkingar. Þeir sem voru með meistaragráðu mældust með meiri þekkingu en þeir sem voru með minni menntun (p=0,031) og þeir sem höfðu sótt námskeið um verkjameðferð aldraðra mældust með meiri þekkingu en þeir sem ekki höfðu sótt slíkt námskeið (p=0,010).
    Ályktanir: Þó svo að réttmæti og áreiðanleiki íslenskrar þýðingar TENAP mælitækisins reyndist nokkuð minni en frumútgáfunnar, gefur þessi rannsókn vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar á íslenskum hjúkrunarheimilum hafi nokkuð góða þekkingu og jákvæð viðhorf varðandi verkjameðferð aldraðra.
    Lykilorð: Verkir, verkjameðferð, aldraðir, hjúkrunarheimili, þekking, viðhorf, hjúkrunarfræðingar, aldursfordómar.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Persistent pain among elderly is a common health problem and with elderly people living in nursing homes. Nurses have tendency to under recognize pain in elderly that leads to inaccurate quality of pain management. The main reasons are lack of knowledge and training, negative attitudes as in underestimation and even prejudices towards elderly.
    Purpose: The purpose of this study was twofld; 1) to verify the validity and reliability of the Icelandic version of the instrument Tool for Evaluating the Ways Nurses Assess Pain (TENAP), 2) to investigate nurses’ knowledge and attitudes towards pain and pain management for elderly in nursing homes in Iceland.
    Method: A quantitative descriptive cross-sectional study with descriptive correlational design whereas purposive sample was used. A questionnaire was sent in email and on paper to 424 nurses employed at all nursing homes in Iceland. Exploratory factor analysis and descriptive statistics were used to describe the data characteristics. The statistical software SPSS was used for processing data.
    Results: The response rate was 33, 17% (n=135). Generally nurses had average knowledge, whereas correct answers about knowledge and attitude was 75%. The factor analysis of the questionnaire (Part B) resulted in one factor with reliability (Cronbach Alpha) of 0,692 and factor loadings 0,034-0,615. The second part of the questionnaire (Part C) was divided into two factors with reliability (Cronbach Alpha) of 0,691-0,760 and factor loadings 0,359-0,780. The was a Significant realationship between education and knowledge. Participant with masters degree were more knowledgeable than those with less education (p=0,031) and those who had attended an elderly pain management course were more knowledgeable than those who did not attend such a course (p=0,010).
    Conclusion: Although the validity and reliability of the Icelandic translation of the TENAP instrument turned out to be somewhat lower than the original version, this study indicates that nurses in Icelandic nursing homes have average knowledge and positive attitudes towards pain management of the elderly.
    Key words: Pain, pain management, elderly, nursing homes, knowledge, attitudes, nurses, ageism.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 05.10.2020.
Samþykkt: 
  • 22.10.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31906


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jarnbra_Ritgerd-4.pdf3,08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna