is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31907

Titill: 
  • ,,Það vantar meiri skilning á manni" : reynsla íslenskra mæðra sem eru þolendur kynferðislegs ofbeldis í æsku af barneignarferli og móðurhlutverki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Vitað er að kynferðislegt ofbeldi í æsku hefur langvarandi og víðtækar afleiðingar fyrir heilsufar kvenna, en þörf er á aukinni þekkingu og dýpri skilningi á reynslu þolenda af barneignarferli og móðurhlutverki.
    Tilgangur: Að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu mæðra sem eru þolendur kynferðislegs ofbeldis í æsku og hvaða áhrif það getur haft á barneignarferli og móðurhlutverk.
    Aðferð: Eigindleg fyrirbærafræðileg aðferð Vancouver-skólans. Tekin voru eitt til tvö djúpviðtöl við níu mæður sem allar höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur, samtals 16 viðtöl, og niðurstöður þemagreindar.
    Niðurstöður: Allar mæðurnar höfðu upplifað erfiðleika og áföll í barneignarferlinu, ýmist á meðgöngu og/eða í fæðingu sem og í sængurlegu og á fyrstu mánuðum barnsins. Flestar höfðu haft mörg frávik frá eðlilegu barneignarferli. Meirihlutinn hafði fundið fyrir áhrifum ofbeldis á heilsufar sitt og þurft mikla þjónustu frá heilbrigðiskerfinu. Yfirþema niðurstaðna er: „Það vantar meiri skilning á manni“ sem lýtur að því að reynsla þátttakenda var að enn vanti skilning, bæði almennings og heilbrigðisstarfsfólks á langvarandi áhrifum kynferðisofbeldis í æsku á mæður og reynslu þeirra af barneignarferlinu og móðurhlutverki. Þrjú undirþemu voru greind: 1) „Það er alls konar að mér“ sem lýtur að líkamlegum og sálrænum áhrifum á heilsufar, almennt og á meðgöngu. 2) „Í fæðingunni er maður mest berskjaldaður“ sem lýtur að áhrifum á meðgöngu og fæðingu, á tilfinningar, reynslu af fæðingarþjónustu, sérstaklega þjónustu ljósmæðra. 3) „Þroski litaður sársauka“ sem lýtur að áhrifum á móðurhlutverkið, áskoranir, líðan og þörf fyrir stuðning og úrvinnslu.
    Ályktun: Auka þarf þekkingu ljósmæðra, annars heilbrigðisstarfsfólks og almennings á málefninu til að dýpka skilning á því þannig að hægt sé að bæta þjónustu ljósmæðra, heilbrigðiskerfisins og reynslu mæðra af barneignarferli og móðurhlutverki. Þörf er á sérfræðiljósmóður sem væri ráðgefandi í málaflokknum.
    Lykilhugtök: Kynferðislegt ofbeldi í æsku, þolandi, barneignarferli, móðurhlutverk, ljósmóðir, heilbrigði kvenna, fyrirbærafræði, viðtöl.

  • Útdráttur er á ensku

    It is known that childhood sexual abuse (CSA) has longlasting and profound consequences for womenʼs health but there remains a need for increased knowledge and deeper understanding of survivor‘s experiences of the perinatal period and motherhood.
    Purpose: To increase knowledge and deepen understanding of mothers, who are CSA survivors and how it can affect their perinatal and motherhood experiences.
    Method: Qualitative: the Vancouver-school of phenomenology. Nine mothers, all CSA survivors, were interviewed once or twice, sixteen interviews in total.
    Results: All the mothers interviewed had experienced difficulties and trauma: sometimes during pregnancy and/or during birth, sometimes postpartum or during their childrenʼs early life. Most of them reported many deviations from a normal perinatal period. The majority had experienced consequences of the abuse on their health and used healthcare services frequently. The overarching theme of the results is: ˮYou need more understanding.ˮ This indicates a lack of awareness and knowledge among the public and healthcare professionals of the long-term impact of CSA on survivor mothersʼ experiences of the perinatal period and motherhood. Three main subthemes appeared: 1) ˮThere is always something wrong with me“ relating to the effects of CSA on physical and psychological health, in general and during pregnancy. 2) ˮYouʼre most vulnerable during birth“ relating to the effects on pregnancy, birth, feelings and experiences of perinatal services, particularly midwifery services. 3) ˮPainful growth“ influencing the maternal role, challenges, well-being, the need for support and emotional processing.
    Conclusion: Midwives, other healthcare professionals and the public need more knowledge to deepen understanding of this phenomenon, in order to enhance midwifery and healthcare services and mothersʼ experiences of the perinatal period and motherhood. This need could be met with a consulting or specialist midwife on the subject.
    Keywords: Childhood sexual abuse, survivor, perinatal period, motherhood, midwife, womenʼs health, phenomenology, interviews.

Samþykkt: 
  • 22.10.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31907


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Inga Vala - master .pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna