is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31909

Titill: 
  • Störf stuðningsfulltrúa í íslenskum grunnskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um störf stuðningsfulltrúa í íslenskum grunnskólum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig ákveðnir starfshópar, stuðningsfulltrúar, umsjónarkennarar, sérkennarar og stjórnendur í grunnskólum skilgreina störf og hlutverk stuðningsfulltrúa. Bæði íslenskar og erlendar rannsóknir hafa bent til þess að hlutverk stuðningsfulltrúa séu óskýr og að mismunandi starfshópar skilgreini störf þeirra á mismunandi hátt. Rannsóknin var megindleg og í formi spurningakönnunar þar sem allir þátttakendur fengu annars vegar sömu fullyrðingar til að svara og hins vegar fullyrðingar sérsniðnar að sínu starfi. Úrtak var tekið á landsvísu úr þýði allra skóla sem voru með 250 nemendur eða fleiri samkvæmt Hagstofu Íslands árið 2014. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að störf stuðningsfulltrúa séu fjölbreytt og að stuðningsfulltrúar, umsjónarkennarar, sérkennarar og stjórnendur hafa mismunandi viðhorf um hæfni stuðningsfulltrúa í starfi. Þá var ekki alltaf samræmi á milli þess sem stuðningsfulltrúar sögðu að ætti við dagleg störf þeirra og það sem umsjónarkennarar, sérkennarar og stjórnendur sögðu ástæður fyrir ráðningu þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    This dissertation addresses teaching assistants, in Icelandic primary schools. The goal of this study is to research how different educators, namely teaching assistants, homeroom teachers, special education teachers and school leaders define the jobs and roles of teaching assistants. The research was quantitive and a questionnaire survey was used to collect data. All participants received the same questions in the first part of the survey and also the same background questions at the end, but the second part of the survey was tailored to the occupation of the participant answering it. The sample consisted of teaching assistants, homeroom teachers, special education teachers and school leaders who worked at schools in Iceland with more than 250 students in the year 2014, according to the National Statistical Institute of Iceland.
    Both Icelandic and foreign studies have pointed out that the roles of teaching assistants are unclear and different types of staff define them differently. The results of this study suggest that the responsibilities of teaching assistants are diverse and that homeroom teachers, special education teachers and school leaders view the assistant´s abilities and responsibilities differently. There was also inconsistency in what teaching assistants said about things related to their daily work as well as the reasons school leaders, homeroom teachers and special education teachers gave for hiring them.

Samþykkt: 
  • 22.10.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31909


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Störf stuðningsfulltrúa í íslenskum grunnskólum - Elísa Ósk.pdf990.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna