is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31910

Titill: 
 • Fljótandi skil : starfshættir, viðhorf og hugmyndir á skólaskilum í tveimur fámennum, samreknum barnaskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðhorf til náms og kennslu í samreknum leik- og grunnskóla í dreifbýli er viðfangsefni þessarar ritgerðar. Samreksturs skólastiga var fyrst getið í lögum um leikskóla nr. 90/2008 og lögum um grunnskóla nr. 91/2008. Árið 2011 komu út aðalnámskrár leik,- grunn- og framhaldsskóla og með þeim sameiginlegur inngangskafli fyrir öll þrjú ofannefnd skólastig. Með þessum lögum frá 2008 og aðalnámskrám frá 2011 er boðuð heildstæð menntastefna, þar sem lögð er áhersla á sveigjanleika og jafnframt samfellu í starfsháttum og námi hvers einstaklings.
  Markmiðið með rannsókninni var að varpa ljósi á viðhorf skólastjóra, kennara og foreldra til náms og kennslu á mörkum leik- og grunnskóla í samreknum skólum. Tilgangurinn var að fá upplýsingar um hvort samhljómur væri í viðhorfum þátttakenda til náms og kennslu og sjá hvort viðhorf þeirra falli að þeim lögum og námskrám sem um skólastigin gilda. Einnig skoðaði rannsakandi hvernig samstarfi skólastiganna er háttað og hverjir eru helstu kostir og ókostir samreksturs. Þá skoðaði rannsakandi hvort mismunur á hugmyndafræði leik- og grunnskólakennara í þátttökuskólunum sé í samræmi við niðurstöður rannsóknar Gerðar G. Óskarsdóttur (2012) sem fram komu í bók hennar „Skil skólastiga“.
  Framkvæmd var eigindleg rannsókn í tveimur samreknum, fámennum leik- og grunnskólum á Norðurlandi þar sem gagna var aflað með viðtölum og voru þátttakendur valdir með hentugleikaúrtaki.
  Niðurstöður benda til þess að markvisst sé unnið að því að hafa samfellu sem mesta á skólaskilum þátttökuskólanna. Foreldrar, kennarar og skólastjórnendur eru sammála um að það sem mestu máli skipti sé félagsþroski og samskipti barnanna. Þá á að mati þátttakenda að ýta undir og styðja við áhuga barna á lestri og stærðfræði í gegnum leik og daglegt starf. Fram kom í svörum þátttakenda, kostir þess fyrir nemendur og starfsfólk að skólinn starfi á einni starfsstöð í samanburði við að starfa á fleiri starfsstöðvum.
  Lítill munur var á hugmyndafræði leik- og grunnskólakennara, þó lögðu leikskólakennarar meiri áherslu á nám í gegnum leik og samræmist það áherslum í aðalnámskrá og niðurstöðum Gerðar G. Óskarsdóttur.

 • Útdráttur er á ensku

  The following essay describes attitudes towards learning and teaching in jointly operating preschools and elementary schools in a rural area. Jointly operated schools were first mentioned in the act on preschools no. 90/2008 and the elementary schools act no. 91/2008. In 2011 a new National Curriculum Guide (NCG) was introduced in preschools, elementary schools and upper secondary schools and with a common introduction chapter for all three above mentioned school levels. A comprehensive educational policy was presented with the acts from 2008 and the National Curriculum Guide (NCG) for the same above mentioned school levels from 2011, emphasizing flexibility and continuity in the learning of each individual.
  The main objective of this research is to highlight the attitude of parents, teachers and school leaders to education and teaching in jointly operated preschools and elementary schools. The purpose was to find out if there were any differences in the participants‘ attitudes towards learning and teaching and to see if their attitudes were consistent with the laws and curricula governing school status. The researcher also examined how the operating method is in different levels of education and whether the difference between the ideology of preschool teachers and elementary school teachers is consistent with the results of Gerður G. Óskarsdóttir's study „Skil skólastiga“
  (Division and Crossings between school levels).
  This is a qualitative research and the data was collected from interviews in two jointly operated preschools/elementary schools in North Iceland. Participants were selected with a convenience sample.
  The results indicate that the goal is to achieve coherance at all school levels. Parents, teachers and principals agreed that the most important aspect is social development and communication between the children. The participants also felt it important to support children's interest in reading and mathematics through play and daily work. The participants where in favour of the benefits of working at one place rather than many.
  There was little difference in the ideology and attitudes of preschool and elementary school teachers. Still preschool teachers placed more emphazis on learning through playing and games, than the elementary teachers did which is in agreement with the main emphazis of the National Curriculum Guide (NCG) and the results in Gerður G. Óskarsdóttir‘s study.

Samþykkt: 
 • 22.10.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31910


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
0000003.10.18 MA BD.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna