is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31912

Titill: 
  • Aðalmálið að maður hlúi að sjálfum sér : reynsla hjúkrunardeildarstjóra af álagi og áskorunum í starfi og bjargráðum í því samhengi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hjúkrunardeildarstjórar á Íslandi starfa við aðstæður sem einkennast af kröfum um öryggi og gæði heilbrigðisþjónustu, samhliða atgervisflótta hjúkrunarfagfólks. Lítil athygli er á þætti sem geta verið þeim bjargráð og stuðningur. Fyrri rannsóknir benda til að stuðningur næstu yfirmanna er oft takmarkaður. Hérlendis og erlendis liggur fyrir lítil gagnreynd þekking um reynslu hjúkrunardeildarstjóra og bjargráð við krefjandi aðstæður. Mikilvægt er að varpa ljósi á efnið þar sem hjúkrunardeildarstjórar eru þýðingarmikill hlekkur í skipulagi og árangri heilbrigðisstofnana. Með fyrirbærafræðilegri aðferð Vancouver-skólans voru tekin hálfstöðluð viðtöl við sextán hjúkrunardeildarstjóra sem störfuðu innan heilbrigðisstofnana á Íslandi vorið 2018, í þeim tilgangi að auka þekkingu á reynslu hjúkrunardeildarstjóra á Íslandi af álagi og áskorunum í starfi og bjargráðum í því samhengi.
    Niðurstöður komu fram í fjórum meginþemum. Maður fer aldrei úr þessari kápu vísar til starfs hjúkrunardeildarstjóranna sem þær sögðu umfangsmikið og ábyrgðina takmarkalausa. Þú ræður eiginlega ekki þó þú ráðir vísar til starfsumhverfis þeirra, þar sem þær ráða starfinu en ráða þó litlu um eðli og ákvarðanir yfirstjórnenda. Það sést þegar manni líður vel vísar til líðanar í starfi, sem er ýmist vellíðan og sátt í starfi eða örmögnun og ósátt. Maður þarf að vera viðbúin hreinlega öllu vísar til reynslu hjúkrunardeildarstjóranna af bjargráðum til að takast á við starfið. Undirstöðubjargráðið endurspeglast í meginniðurstöðu rannsóknarinnar; að aðalmálið er að hlúa að sjálfum sér. Niðurstöður rannsóknarinnar eru í samræmi við fyrirliggjandi þekkingu á sviðinu, en nýmæli rannsóknarinnar er reynsla hjúkrunardeildarstjóranna af mikilvægi þess að annast um sjálfa sig til að geta tekist á við krefjandi aðstæður í starfi.
    Niðurstöðurnar fela í sér vísbendingar um að með tileinkun bjargráða sem fela einkanlega í sér að hlúa að sér, er mögulegt að öðlast sátt, ná árangri og líða vel í starfi sem krefst mikils á sama tíma og það gefur mikið.
    Lykilorð: Hjúkrunardeildarstjóri, álag, áskoranir, bjargráð.

  • Útdráttur er á ensku

    Nurse managers in Iceland work in an environment characterised by high demands for quality and safety, together with nursing shortage and brain drain. Helpful coping strategies gain little attention and feasibility. Previous studies have pointed out insufficient support from nurse managers superiors and lack of evidence-based knowledge regarding successful coping strategies. It is important to illuminate their experience because nurse managers are a significant link regarding quality and outcomes in health care organisations.
    In this phenomenological study, in-depth interviews were conducted with sixteen nurse managers working in health care organisations in Iceland in the spring of 2018. The purpose was to gain knowledge of lived experience of nurse managers in Iceland regarding stress and challenges and their coping mechanisms in this regard.
    Four themes emerged: One never takes off this coat, points to their work, which they said were extensive with unlimited liability. You are not in charge even though you are, points to their work environment which they experienced as being in charge regarding their work, but not regarding influential decisions made by superiors. It is obvious when you feel good, points to wellbeing at work, which they either experienced as wellbeing and reconciliation or as exhausted and not reconciled. One has to be ready for anything, points to the coping mechanisms they used to tackle the work, in as self care was vital and sums up the main finding of the study; Most importantly, one has to take care of oneself. The findings are consistent with former knowledge, but the study provides new knowledge about the importance of nurse managers self care to be able to handle demanding situations at work. The findings indicate that practicing helpful coping strategies, mainly taking care of oneself, makes it possible to gain reconciliation, success and wellbeing in a work that is demanding as well as nourishing.
    Keywords: Nurse manager, stress, challenge, coping strategy.

Samþykkt: 
  • 22.10.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31912


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AdalbjorgStefaniaHelgadottir_MSc_2018.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna