is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31913

Titill: 
 • Er maður ekki alltaf að gefa ráð hægri vinstri? : ráðgjöf í grunnskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessi meistaraprófsritgerð fjallar um rannsókn á þörf umsjónarkennara fyrir ráðgjöf í starfi. Í rannsókninni var rýnt í reynslu kennara og ráðgjafa af ráðgjöf sem umsjónarkennurum í grunnskólum er veitt í dag. Kannað var hvort þörf er á aukinni ráðgjöf og stuðningi fyrir þá og hvernig sú ráðgjöf þyrfti að vera. Notuð var eigindleg viðtalsaðferð þar sem tekin voru einstaklingsviðtöl við sex reynslumikla umsjónarkennara auk fjögurra sérfræðinga sem sinna ráðgjöf til kennara. Rannsóknin beindist að skólum á Eyjafjarðarsvæðinu.
  Í takt við örar breytingar í þjóðfélaginu og skólastefnu um menntun án aðgreiningar hefur nemendahópur grunnskólans orðið fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr og þarfir hans margbreytilegri. Gerð er krafa um víðtæka fagþekkingu kennara, fjölbreytta kennsluhætti og þverfagleg vinnubrögð innan skólans. Uppeldishlutverk kennara verður sífellt viðameira og umsjónarkennara ber auk kennslunnar að fylgjast með líðan og almennri velferð nemenda og eiga farsælt samstarf við foreldra og samstarfsfólk.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að kennarar sinna í æ ríkari mæli ráðgjöf til nemenda, foreldra og samstarfsfólks og þurfa til þess stuðning og ráðgjöf. Kennarar óska helst eftir ráðgjöf sem tengist námi og námsaðlögun fyrir nemendur með fjölbreyttar og oft sértækar þarfir. Einnig þurfa þeir ráðgjöf vegna hegðunar og þátta sem tengjast líðan nemenda en samkvæmt rannsóknum fer andleg líðan grunnskólanema hrakandi. Kennarar kalla jafnframt eftir ráðgjöf nær vettvangi. Ráðgjafar myndu einnig vilja starfa í auknum mæli inni í skólunum en komast ekki yfir það sökum anna. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að þörf sé fyrir fleiri sérfræðinga, ráðgjafa og fagstéttir með fjölbreytta þekkingu til að starfa inni í skólunum með kennurum í teymum til þess að vinna með þeim að sameiginlegum markmiðum skólastarfs, nemendum og foreldrum til hagsbóta og velferðar.

 • Útdráttur er á ensku

  This masters thesis covers a research into the needs of a supervising teacher's need for consultation in his/her work. The research focused on the experience of teachers and consultants of consultation offered to primary school teachers. An inspection was made whether more consultation and support is needed for those teachers and in what way it would be most efficient.
  A qualitative interview method was used where six experienced supervising teachers along with four specialists who consult teachers were interviewed. The study was focused on shools in the Eyjafjörður region.
  In connection with rapid changes in the society and school policy of inclusive education the group of students has become much more varied than before and its needs as well. There is an increased demand on teachers' wide specialisation, great variety of teaching methods and inter-connected working methods within the school. The role of the teacher as an up-bringer is constantly growing and the supervising teacher has to, besides normal teaching, supervise the welfare of their students and be in good contact with the parents and co-workers.
  The main findings of the research is that teachers do more and more consultation work with their students, parents and co-workers, and consequently need consultation themselves. Teachers mostly require guidance to consultation regarding education and educational adaptation for students with diverse and special needs. They need consultation in respect of behavioral aspects and mental well-being of the students, but according to research mental health of young primary school students is deteriorating. Teachers also call for assistance nearer to their workplace. Consultants would also like to work in schools, but cannot because of routine workload. The research indicates that there is more need for consultants and specialists within various disciplines to cooperate with and guide teachers towards common goals of school work for the benefits of pupils and their parents.

Samþykkt: 
 • 22.10.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31913


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er maður ekki alltaf að gefa ráð hægri vinstri.pdf777.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna