is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31915

Titill: 
 • Áverkar og aukin áhætta á sóragigt meðal sórasjúklinga
 • Titill er á ensku Physical Trauma Increases the Incident Risk of Psoriatic Arthritis Among Psoriasis Patients
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sóri (e. psoriasis) er algengur sjálfsofnæmissjúkdómur en allt að þriðjungur sórasjúkinga þróa með sér skyldan gigtsjúkdóm, svokallaða sóragigt (e. psoriatic arthritis) en við það eykst sjúkdómsbyrði töluvert. Að meðaltali greinist sóragigt um tíu árum eftir að sóra verður fyrst vart. Ef til væri áhættulíkan (e. risk profile) gæti það auðveldað læknum og öðru fagfólki að bera kennsl á þá sjúklinga sem eru í hvað mestri hættu á að þróa með sér sóragigt áður en sjúkdómurinn gerir vart við sig. Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að líkamlegir áverkar gætu verið forspárþáttur þróunar sóragigtar meðal sórasjúklinga. Þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar reiða sig nær eingöngu á gögn sem aflað var með afturskyggnum hætti og hafa takmarkaða úrtaksstærð. Markmið þessarar rannsóknar var að meta nýgengi sóragigtar meðal sórasjúklinga sem útsettir voru fyrir líkamlegum áverkum, rannsóknin var framskyggn, pöruð ferilrannsókn með stóru úrtaki en þannig er unnt að yfirfæra niðurstöður hennar á sórasjúklinga hins almenna þýðis.
  Þau gögn sem notuð voru við framkvæmd rannsóknarinnar voru fengin frá The Health Improvement Network (THIN). Sórasjúklingar sem útsettir höfðu verið fyrir líkamlegum áverkum voru paraðir á tilviljunarkenndan hátt við allt að fimm aðra sórasjúklinga sem ekki höfðu orðið fyrir líkamlegum áverkum með tilliti til aldurs, kyns, lengd tímabils frá greiningu sóra og hve lengi viðkomandi hefur verið skráður í gagnasafnið. Líkamlegum áverkum var skipt niður í fjóra undirflokka en þeir voru líkamlegir áverkar á liðum, beinum, taugum og húð. Áhættuhlutfall á þróun sóragigtar var metið með Cox hlutfallslegri áhættu. Til samanburðar var framkvæmd samskonar rannsókn þar sem áhætta á liðagigt í kjölfar líkamlegra áverka meðal allra einstaklinga THIN þýðisins var metin. Leiddi rannsóknin í ljós 15,516 sórasjúklina sem höfðu orðið fyrir líkamlegum áverkum og voru óútsettu viðmiðin 55,230 talsins. Eftirfylgnitíminn var 425,120 persónuár í heildina á þeim tíma var nýgengi sóragigtar 1010. Leiðrétt var fyrir mögulegum blöndunarþáttum og sást þá að þeir sórasjúklingar sem útsettir voru fyrir líkamlegum áverkum voru í aukinni hættu á að þróa með sér sóragigt samanborið við óútsettu viðmiðin en fjölþátta áhættuhlutfallið (e. multivariate hazard ratio) var 1.32 (95% CI 1,13 til 1,54). Þegar undirflokkar líkamlegra áverka voru skoðaðir sást að áverkar tengdir beinum og liðum juku hættuna á sóragigt marktækt hjá sórasjúklingum en fjölþátta áhættuhlutfallið fyrir áverka á beinum var 1,46 (95% CI 1,04 til 2,04) og 1,5 (95% CI 1,19 til 1,90) fyrir áverka á liðum. Hvorki áverkar á taugum né húð leiddu marktækt til aukinnar áhættu á sóragigt meðal einstaklinga með sóra. Sjúklingar útsettir fyrir líkamlegum áverkum í öllu THIN þýðinu voru ekki í marktækt aukinni hættu á að þróa með sér liðagigt en áhættuhlutfallið var 1,04 (95% CI 0,99 til 1,10).
  Niðurstöður þessarar rannsóknar benda því til að sórasjúklingar sem verða fyrir líkamlegum áverkum séu í aukinni hættu á að þróa með sér sóragigt. Eftir því sem gögnum um áhættuþætti sóragigtar fjölgar verður fagfólk færara í að greina og meðhöndla þá sjúklinga sem mestar líkur eru á að þrói með sér sjúkdóminn og þannig má auka lífgæði þeirra.

 • Útdráttur er á ensku

  Psoriasis is a common autoimmune skin disorder. Up to one-third of psoriasis patients go on to develop the related and aptly named arthritis, psoriatic arthritis (PsA). Compared to psoriasis alone, PsA comorbidity adds considerably to the disease burden of these patients. In the overwhelming majority of cases, psoriasis precedes PsA onset by an average of 10 years. Should a risk profile for psoriatic arthritis emerge, clinicians would be able to identify patients most likely to benefit from intervention well before disease onset. Previous studies have identified physical trauma as a possible precipitating risk factor. However, the studies performed to date rely predominately on retrospective data and are limited in sample size. Therefore, the aim of this thesis is to evaluate the incident risk of PsA among psoriasis patients exposed to physical trauma in a large-scale prospective cohort study generalizable to the underlying population.
  A matched cohort study was performed using data from The Health Improvement Network (THIN). Psoriasis patients exposed to trauma were randomly matched to up to five unexposed psoriasis controls based on gender, age, duration of psoriasis, and entry into the database. Trauma exposure was stratified into subgroups of joint, bone, nerve, and skin trauma. Cox proportional hazards estimated the HRs for developing PsA. For comparison, an identical analysis was performed in the entire THIN population evaluating rheumatoid arthritis (RA) risk following physical trauma. The results of the study yielded 15,416 psoriasis patients exposed to trauma and 55,230 unexposed controls which were followed for a total of 425,120 person-years, during which 1010 incident cases of PsA were observed. Adjusting for potential confounders, psoriasis patients exposed to trauma had an increased risk of PsA compared to controls, with a multivariate HR of 1.32 (95% CI 1.13 to 1.54). In our subset analysis, bone and joint trauma were associated with multivariate HRs of 1.46 (95% CI 1.04 to 2.04) and 1.5 (95% CI 1.19 to 1.90), respectively, while nerve and skin trauma were not associated with a statistically significant increase in risk compared to controls. Finally, patients exposed to trauma in the entire THIN population did not have an increased risk of developing RA: HR 1.04 (95% CI 0.99 to 1.10).
  In summary, this study finds an increased risk of developing PsA among psoriasis patients exposed to physical trauma. As the literature concerning PsA risk factors grows, clinicians will be better able to identify and treat high-risk patients earlier, thus improving outcomes.

Styrktaraðili: 
 • Rannis grant (nr. 120433021)
Samþykkt: 
 • 23.10.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31915


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SMT_MPH_final.pdf873.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
mph.pdf415.48 kBLokaðurYfirlýsingPDF