is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31916

Titill: 
  • Hvað felst í orðinu almannahagsmunir í 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála? Er mögulega þörf á breytingum?
  • Titill er á ensku What is the meaning of public interest in regards to 2. mgr. 95. gr. law no. 88/2008 in prosecution of criminal cases? Is there a need for change?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í 2. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 er að finna heimild til að úrskurða sakborning í gæsluvarðhald ef til staðar er sterkur grunur um að hann hafi framið brot sem að lögum getur varðað allt að 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi að varðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Meginmarkmiðið með þessari rannsókn er að gera grein fyrir hvað felst í hugtakinu „almannahagsmunir“. Orðalag ákvæðisins gefur til kynna að til staðar þurfi að vera þrjú skilyrði til að heimilt sé að úrskurða sakborning í gæsluvarðhald á grundvelli 2. mgr. 95. gr. sml. Það er yfirleitt auðvelt að gera sér grein fyrir hvort tvö fyrstu skilyrðin séu uppfyllt. Það er erfiðara að átta sig á því hvort þriðja skilyrði sé uppfyllt enda um frekar matskennt skilyrði að ræða. Þó eru ákveðin grunnsjónarmið sem hægt er að hafa í huga þegar verið er leggja mat á hvort gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Hér mun ég leitast við að skoða þessi grunnsjónarmið sem koma til skoðunar þegar verið er að leggja mat á það hvort skilyrðið um almannahagsmuni sé uppfyllt. Í lokin mun vera farið í að skoða framkvæmd Mannréttindadómstólsins, og einnig verður þeirri spurningu velt upp hvort þörf gæti verið á breytingum.

Samþykkt: 
  • 23.10.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31916


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MaríaDísSigurjósdóttir_BS_ritgerð.pdf910.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna