Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31920
Eitt af þeim verkefnum Siðaráðs sem Kennarasamband Íslands ályktaði um fyrir kjörtímabilið 2014-2018 var að finna leiðir til að efla siðferðilegt þrek og siðvit kennara þannig að þeir gætu blómstrað í starfi. Ályktunin gerir í raun ráð fyrir að kennarar þurfi einhvers konar siðfræðimenntun eða umræðu um siðferðileg málefni til að blómstra í starfi. Spurningin sem leitað er svara við í þessari rannsókn snýst um þörf kennara fyrir siðfræðimenntun; samræðu og ígrundun um siðferðileg efni í starfi. Spurningin er tvíþætt og snýr annars vegar að því hvort þessi þörf sé til staðar og þá af hverju og hins vegar að því hvort kennarar upplifi þessa þörf og hvernig hún birtist þeim í starfi. Svarið við fyrra atriðinu er leitað með könnun heimilda og fræðilegra skrifa um fagmennsku og starfstengdrar siðfræði eftir höfunda á borð við Chris Higgins, David Carr, Söruh Banks og Ann Gallagher. Svarið við seinna atriðinu er leitað með eigindlegum viðtölum við sex framhaldsskólakennara. Rannsakandi spurði þá um upplifun þeirra af siðferðilegum úrlausnarefnum í kennslu og hvaða bjargir þeir hefðu til að vinna úr þeim í starfi. Einnig var spurt um upplifun þeirra af undirbúningi í kennaranáminu. Þessir sex kennarar höfðu starfað samtals í 10 skólum. Svarið við fyrri spurningunni er í stuttu máli að kennarar virðast hafa þörf fyrir siðfræðimenntun af tvenns konar ástæðum. Önnur er að þeir þurfa þjálfun í siðfræði til að takast með skynsamlegum hætti á við vandamál sem koma upp í starfi þeirra. Hin er að siðferðileg ígrundun hjálpar þeim að vaxa í starfi og blómstra sem fagmanneskjur. Svarið við seinni spurningunni sem byggir á viðtölunum sex er sú að kennarar eru að upplifa miklar siðferðilegar áskoranir í starfi sínu. Fimm þeirra telja siðfræðiumræðu í námi og starfi vera töluvert ábótavant og einn sagði að það myndi alla vega ekki skaða að auka hana. Rannsakandi telur því vert að huga betur að íhugun og samræðum um siðferðileg málefni í námi og starfi kennara.
One of the focus areas of the Ethics Committee on which the Icelandic
Teachers’ Union passed a resolution for the years 2014-2018 was that of
finding ways to enhance teachers’ ethical or professional wisdom and thus enable them to flourish as professionals. The resolution makes the
assumption that teachers need some kind of ethical education or discussion of ethics in order to thrive as professional teachers. The
question this study seeks to answer concerns teachers need for ethical
education and discussion and for them to thrive as a professional. The
question is twofold and focuses, on the one hand, on whether the need
exists and, if so, why and, on the other hand, on whether teachers
experience this need and what form it takes in the field. The first part of the question was addressed through a review of teacher professionalism and ethics literature by scholars such as Chris Higgins, David Carr, Sarah Banks and Ann Gallagher. The latter question is addressed through indepth qualitative interviews with six teachers. Interviews focused on teachers’ experience of ethical dilemmas in teaching and on the resources they had to cope with them. Questions were also asked about their preparation during teacher education. The six teachers had worked in a total of 10 schools. Responses to the first question revealed two reasons why teachers appear to need ethics education. Firstly, they need training in ethics in order to cope sensibly with problems that arise at school. Secondly, ethical reflection supports their professional development. This need emerges very clearly from the interviews as can be seen in the conclusion. The researcher concludes that teacher education and workplace should be extended to include organized education, reflection and discussion of ethical matters.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ása.Lind.Finnbogadóttir.pdf | 445.1 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 61.51 kB | Lokaður | Yfirlýsing |