Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/31922
Markmiðið með rannsókninni er að varpa ljósi á viðhorf nemenda á unglingastigi til yndislesturs ásamt því að leitast eftir hugmyndum þeirra um hvort þörf sé á að breyta fyrirkomulaginu á honum til að stuðla enn frekar að aukinni hvatningu í lestri. Þannig er hægt að sjá hvort nemendur líta á yndislestur sem kvöð eða jákvæðan þátt í skólastarfinu og hvort nemendur búa yfir hugmyndum sem geta gagnast kennurum í lestrarkennslu eða lestrarátaki. Það er mikilvægt að skoða þennan þátt í skólastarfi því nemendur eiga að vera ánægðir í námi sínu og fá tækifæri til að njóta sín.
Áberandi er sú stefna í íslensku menntakerfi að leggja meiri áherslu á lestur því fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á það að lestur ungmenna fari minnkandi og jafnframt hafa niðurstöður PISA kannana sýnt að lesskilningur hjá íslenskum nemendum hafi farið aftur um tæpt skólaár á fimmtán árum. Rannsóknin var framkvæmd á vorönn 2018 og sömuleiðis úrvinnsla gagna. Hún var byggð á megindlegum rannsóknaraðferðum og fengu 389 nemendur úr tveimur þátttökuskólum á höfuðborgarsvæðinu í hendurnar spurningalista með fjölvals- og opnum spurningum. Rannsóknarspurningin var: Hvert er viðhorf nemenda á unglingastigi til yndislesturs? Helstu niðurstöður voru þær að meirihluti nemenda eða 88% (N= 324) telja lestur vera mikilvægan. Nemendur voru yfirleitt jákvæðir gagnvart yndislestri en telja að nokkurra úrbóta sé þörf.
The goal of this project is to shed light on teenagers´ attitude towards reading for pleasure as well as finding out if they have ideas that could furthermore promote increased motivation in reading. By doing that it is possible to see whether teenagers think that reading for pleasure is an obligation or a positive part of schooling and sheds light on teenagers´ ideas of how the arrangement of reading for pleasure should be so it could benefit teachers in reading classes. It is important to research this part of schooling because students deserve to be happy in school and get an opportunity to enjoy themselves.
The policy in the Icelandic educational system is adherent which is increased emphasis on reading because researches have shown that children and teenagers read much less than people at the same age did years ago. PISA results have shown that literacy amongst Icelandic students has decreased approximately by one school year in fifteen years. This research was executed in the spring semester of 2018 as well as data processing. It was built on quantitive research methods, 389 students received a questionnaire with multiple-choice questions and open questions. The research question was: What is the attitude of students in secondary school towards reading for pleasure? The main results were that the vast majority of students or 88% (N= 324) thought reading was important. The students were also generally positive towards reading for pleasure but believe that some improvements are needed.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Andrea Rós Óskarsdóttir_lokaskjal.pdf | 1,21 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
Skemman yfirlýsing.pdf | 144,65 kB | Locked | Yfirlýsing |