is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31923

Titill: 
 • Öll stefnum við í sömu átt : lestrarkennsluaðferðir í 1. og 2. bekk
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Lestur er lykillinn að farsælu lífi og hefst undirbúningur hans snemma á lífsleiðinni. Hann er talinn þróast samhliða málþroska barna og að um órjúfanlega heild talmáls, ritunar og lesturs sé að ræða. Mikilvægt er hlúa að góðum lestrarvenjum strax í bernsku, þannig að barnið verði búið að ná ákveðnum grunnþáttum er varða læsi áður en hið formlega lestrarnám hefst í grunnskóla. Haustið 2014 var hafist handa við að móta heildstæða læsisstefnu í grunnskólum í Húnavatnssýslum og lauk þeirri vinnu vorið 2017. Þegar rannsóknin var framkvæmd var ekki búið að gefa stefnuna út.
  Í þessari rannsókn er viðfangsefnið lestrarkennsluaðferðir sem kennarar 1. og 2. bekkjar grunnskóla í Húnavatnssýslum beita í sínu starfi. Athugað er hvernig kennsluaðferðir þeirra samræmast nýrri læsisstefnu sveitarfélaganna. Einnig verður kannað hversu mikla þekkingu grunnskólakennarar hafa á starfsháttum leikskóla og hvert viðhorf þeirra er til samstarfs á milli leik- og grunnskóla. Þá er athugað hvaða hugmyndir grunnskólakennarar hafa um hvernig styrkja megi samstarf skólastiganna. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á þær kennsluaðferðir sem notaðar eru í byrjendakennslu í lestri í grunnskólum í Húnavatnssýslum. Með því vonast ég til að styðja við innleiðingu nýrrar læsisstefnu og auka meðvitund kennaranna og annarra um mikilvægi góðs undirbúnings fyrir lestrarfærni. Ennfremur að fá fram tillögur grunnskólakennara um hvernig megi styrkja frekari samfellu á milli skólastiganna með því að samræma aðferðir í lestrarkennslu.
  Rannsóknin er eigindleg og gagna var aflað með viðtölum við átta grunnskólakennara, ásamt vettvangsathugunum í fjórum grunnskólum í Húnavatnssýslum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að flestir kennarar eru hlynntir nýrri læsisstefnu og eru bjartsýnir á framtíð hennar. Þeir kennarar sem þekktu vel til læsisstefnunnar segja að lestrarkennsluaðferðir þeirra samræmist nýrri stefnu. Viðmælendur virtust hafa takmarkaða þekkingu á starfsháttum leikskóla en voru sammála um mikilvægi þess að hafa samfellu á milli leikskóla- og grunnskólastigsins. Það er von mín að niðurstöður rannsóknarinnar nýtist kennurum og skólastjórnendum til þess að efla samvinnu skólastiga með það markmið að styðja við læsisnám.

 • Útdráttur er á ensku

  Reading is the key to a successful life. Its groundwork is laid early in childhood and it is considered to develop concurrent with language development. In fact spoken language, reading and writing is believed to be an impenetrable entity. It is important to foster good reading customs in early childhood, so that the child will have developed certain fundamental prerequisties concerning literacy before starting formal reading lessons in elementary school. The formation of a complete literacy policy in the elementary schools in both East- and West-Húnavatnssýsla was commenced in the autumn of 2014, the work was brought to an end in the spring of 2017. When the research was carried out the policy had not been published.
  The topic of this research is the reading pedagogy used by teachers in 1st and 2nd grade in the elementary schools in both East- and West-Húnavatnssýsla and how their teaching methods coordinate with the new literacy policy of the communities. In addition it will be investigated how much knowledge elementary school teachers have of the working methods in kindergarten, how they regard more cooperation between elementary school and preschool and what ideas they have on how to strengthen the cooperation between the two eduaction levels. The main objective of the research is to shed a light on the teaching methods used in the early stages of reading instruction in the elementary schools in the counties. By this I hope to support the introduction of the new literacy policy and increase the awareness of the teachers and others about the importance of good preparation for literacy competence. Furthermore, I hope to receive suggestions from elementary school teachers about how to further strengthen the continuity between education levels by coordinating methods in reading instruction.
  The research is qualitative, the data is collected by interviews with eight elementary school teachers, as well as by field studies in four elementary schools in the counties. The research conclusions show that most teachers are in favor of the new literacy policy and are optimistic about its future. Those teachers that are well familiar with the literacy policy and say that their reading pedagogy harmonizes with the new policy. Interviewees appeared to have limited knowledge about the working methods in kindergarten but agreed with the importance of a continuum between kindergarten and elementary school. It is my expectation that the conclusions of this research will come to use for teachers and school administrators in strengthening the cooperation between education levels with literacy as the main goal.

Samþykkt: 
 • 30.10.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31923


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
anna_margret 310818_Aths frá prófdómara_aks.pdf1.1 MBLokaður til...27.09.2020HeildartextiPDF
IMG_20180923_0001.pdf510.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF