Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31924
Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá yfirsýn yfir viðhorf kennara og reynslu þeirra af útikennslu og notkun nærumhverfis í samfélags- og náttúrugreinum unglinga í Fjarðabyggð og hvers konar stuðning og ráðgjöf kennararnir gætu hugsað sér í skipulagi og framkvæmd slíkrar vinnu. Rannsóknin er eigindleg og voru tekin hálfopin viðtöl við átta kennara í samfélags- og náttúrufræðigreinum.
Allir viðmælendurnir höfðu að einhverju leyti reynslu af útikennslu en flestir sögðust þó vilja gera betur og nýta nærumhverfið meira í sinni kennslu. Allir sögðust sjá mikilvægi útikennslu og töldu hana gera nám nemenda fjölbreyttara og raunverulegra enda séu námsbækur takmörkunum háðar. Hindranir við útikennslu sögðu kennararnir fyrst og fremst vera of lítinn undirbúningstíma en flestir töldu gott skipulag vera forsendu góðrar útikennslu. Þá virðist sem kennslubækur stýri kennslunni að talsverðu leyti. Þótti þeim erfitt að tengja námsefnið við nærumhverfið og virtist hluti kennaranna upplifa álag í starfi. Þá sögðu kennararnir að of lítið fjármagn kæmi í veg fyrir að þeir gætu farið í lengri ferðir með nemendur sína.
Kennararnir sögðust fá stuðning í formi jákvæðni og óformlegrar hvatningar en flestir sögðust þurfa fræðslu til að ná betri tökum á útikennslu. Töldu þeir sig þurfa á kveikju og fræðslu að halda og töldu flestir að námskeið væri best til þess fallið sem og samvinna milli kennara innan og milli skóla. Þeir sögðust ekki fá stuðning frá Aðalnámskrá grunnskólanna til þess að beita útikennslu og töldu að það væri þeirra val hvort þeir færu út með nemendur sína eða ekki. Þá kom í ljós að fæstir kennaranna höfðu kynnt sér námskrána með útikennslu sérstaklega í huga.
Ef styrkja á útikennslu í Fjarðabyggð virðast áskoranirnar liggja í innri þáttum er snúa að kennurunum sjálfum, en líka í ytri þáttum sem hafa með ákvarðanir stjórnenda og skólayfirvalda að gera. Innri þættina mætti flokka í skipulag og undirbúning kennslunnar, fræðslu um útikennslu og hlutverk kennslubóka í skólastarfi. Ytri þættina mætti hins vegar flokka í fjármagn til þess að fara í lengri vettvangsferðir, stundatöflu skólastarfsins og mögulega stefnumótun um nýtingu nærumhverfisins.
The purpose of this research is to understand social - and nature science teachers experience of outdoor teaching teenagers in Fjarðabyggð and to get their ideas of support to develop their teaching. The research is qualitative and consisted of semi-structured interviews with eight social - and nature science teachers for teenagers.
The results indicate that the teachers use outdoor teaching in some ways but that they wanted to do more of it. The teachers saw the importance of outdoor teaching and said it made the learning more diverse and effective as the textbooks are limited. They identified the challenges as a lack of time to prepare the outdoor teaching, the dominant role of textbooks in students learning and work-related stress. They also said that financial reasons prevented them from planning longer field trips.
The teachers said the support they get is in the form of positivity and informal encouragement, but most said they needed instruction and training to strengthen their outdoor teaching. They believed a course would be best suited and a collaboration between teachers. When asked, the teachers said they did not feel that the national curriculum gave them support regarding outdoor teaching. It was simply up to them if they use the environment in their teaching or not. However most of the teachers had not read the curriculum with outdoor teaching in mind.
To strengthen outdoor teaching in Fjarðabyggð the challenges seem to be two folded. First are internal factors like collaboration and preparation, training regarding outdoor teaching and the dominant role of textbooks. Second are external factors like financial factors, the limitation of the schools’ time table and possible policy development for outdoor teaching.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ArnaMagnúsdóttir_Lokaskjal.pdf | 767.14 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
ArnaMagnúsdóttir_Yfirlýsing.pdf | 704.52 kB | Lokaður | Yfirlýsing |