is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31927

Titill: 
  • Áhættuhegðun á uppvaxtarárum : sýn þriggja einstaklinga á uppeldi, æskuárin og eigin áhættuhegðun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Margir uppalendur gera sér ekki grein fyrir að til eru ólíkir uppeldishættir. Samfélagslegar hugmyndir eru ríkjandi um að flestir geti gert sér í hugarlund, hvað uppeldisferlið ber með sér. Hugmyndir og reynsla einstaklinga á sínu uppeldi er misjöfn og hefur þessi reynsla áhrif á hlutverk þeirra sem uppalendur. Baumrind og fleiri fræðimenn skilgreina uppeldisaðferðir í fjóra megin flokka: Leiðandi, skipandi, eftirlátir og afskiptalausir uppeldishættir. Sá uppeldisháttur sem telst vera ákjósanlegastur er leiðandi uppeldi en þeim börnum virðist farnast best. Þeir uppeldishættir sem teljast líklegastir til að leiða til skaða og áhættuhegðunar eru skipandi og afskiptalausir. Í rannsókninni var skoðað sýn þriggja einstaklinga af eigin uppeldi, æsku og áhættuhegðun. Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð við gagnasöfnun og úrvinnslu gagna. Tekin voru þrjú hálfstöðluð einstaklingsviðtöl við einstaklinga sem höfðu leiðst út í áhættuhegðun á uppeldisárum. Helstu niðurstöður eru að
    viðmælendur sóttu styrk í leiðandi uppeldishætti og jákvæða áhrifavalda úr nærumhverfinu. En sjálfir hlutu þeir uppeldi sem einkenndist að mestu af skipandi uppeldi sem þeir töldu að tengdust áhættuhegðun þeirra að einhverju leiti. Þá benda niðurstöður einnig til þess að þættir eins og erfið reynsla, slæmar eða erfiðar tilfinningar ásamt áhrifum frá vinum og jafningjum geti ýtt undir áhættuhegðun.

Samþykkt: 
  • 30.10.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31927


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA lokaskjal.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_EvaBjörgÁrnadóttir.pdf234.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF