is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31930

Titill: 
  • Sjónrænn stuðningur í daglegu lífi barna : sjónrænt skipulag og þjálfunarleiðir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið sem hér er til umfjöllunar er í tveimur hlutum. Annars vegar er um að ræða fræðslubækling fyrir foreldra barna á einhverfurófinu. Hins vegar fer hér á eftir greinagerð sem beinist að því að útskýra hvaða hugmyndir liggja að baki bæklingnum. Markmið bæklingsins er að vera leiðbeinandi fyrir foreldra barna sem þurfa á sjónrænu skipulagi að halda. Í honum er farið yfir tillögur að uppsetningu á sliku efni ásamt því að komið er inná það hvar megi nálgast slíkt efni. Í greinargerðinni er meðal annars fjallað um einhverfu og einkenni hennar ásamt fylgiröskunum. Skoðuð er lagaleg umgjörð er varðar réttindi fatlaðra barna. Einnig er komið inn á heildstæða þjónustuleiðir fyrir börn, eins og snemmtæka íhlutun sem er mikilvæg þegar kemur að því að grípa inn í þroska barna og efla um leið og grunur leikur á um einhverja erfiðleika. Ásamt því eru skoðaðar heilstæðar þjónustuleiðir þar sem sjónum er beint á þær tvær leiðir sem mest hafa verið notast við hér á landi en það eru atferlisþjálfun og TEACCH og þar með sjónrænt skipulag. Val á aðferðum verður að miðast út frá þörfum hvers barns fyrir sig, aðferðirnar eru ólíkar en rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur þeirra beggja. Sjónrænar vísbendingar hafa gefist vel fyrir börn með einhverfu. Þær geta dregið úr óöryggi og hegðunarvanda ásamt því að auka sjálfstæði og félagsfærni í athöfnum daglegs lífs.

Samþykkt: 
  • 30.10.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31930


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjónrænn stuðningur í daglegu lífi barna.pdf269.21 kBLokaður til...01.01.2030HeildartextiPDF
Sjónrænn stuðningur - bæklingur.pdf474.25 kBLokaður til...01.01.2030BæklingurPDF
GH-yfirlýsing.pdf102.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF