is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31933

Titill: 
 • ,,Kannski er þetta frekar lítið verkefni en markmiðin eru háleit'' : mat á verkefninu Vistheimt með skólum, samvinnuverkefni Landverndar og nokkurra skóla
 • Titill er á ensku „It may be a rather small project but the objectives are ambitious" : assessment of the project Ecological restoration in schools, a collaboration between the Icelandic environment association, the Soil conservation service of Iceland, and a sample of Icelandic schools
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Verkefnið Vistheimt með skólum er samvinnuverkefni Landverndar, Landgræðslu ríkisins og nokkurra grænfánaskóla. Opinber markmið verkefnisins eru að auka þekkingu og skilning nemenda, kennara og nærsamfélags skólanna á landeyðingu, loftslagsbreytingum og líffræðilegum fjölbreytileika og einnig á því hversu mikilvæg vistheimt er sem tæki til að takast á við vandamál sem tengjast þessum þáttum. Önnur markmið eru að gefa nemendum kost á að taka þátt í tilraunum og aðgerðum með beinum hætti og síðast en ekki síst að endurheimta örfoka land á Suðurlandi (Hvolsskóli, 2015 og Landvernd, e.d.-b). Ritgerð og rannsókn þessi snýst um að kanna árangur verkefnisins og sjá hvort markmiðum sem ætlað var að ná með verkefninu hafi verið mætt.
  Tekin voru viðtöl við þrjá kennara og þrjá nemendur frá tveimur af þátttökuskólum verkefnisins sem staðsettir eru á Suðurlandi og ennfremur var tekið viðtal við Rannveigu Magnúsdóttur sem er verkefnastjóri verkefnisins hjá Landvernd. Auk þess var spurningalisti lagður fyrir 28 nemendur í 8. bekk úr tveimur þátttökuskólum þar sem könnuð var þekking nemenda á hinum ýmsu umhverfismálum og hvort nemendur telji áhrif þessara umhverfismála mikil eða lítil nú á tímum. Þá var einnig kannað hvort nemendur telji að vandamál sem tengjast þeim umhverfismálum sem spurt var um muni fækka eða fjölga á næstu 20 árum og ennfremur voru spurningar sem snúa að almennum áhuga þeirra á náttúruvísindum og hversu vel þeir þekkja markmið verkefnisins Vistheimtar með skólum. Við gerð spurningalistans var byggt á spurningum úr öðrum rannsóknum sem aðalagaðar voru að þessari rannsókn.
  Niðurstöður úr matinu eru þær að þekking og áhugi nemenda hefur aukist á landeyðingu, loftslagsbreytingum og líffræðilegum fjölbreytileika en skilningur á þessum þáttum mætti vera betri. Kennarar og starfsmenn þeirra tveggja skóla sem tóku þátt í þessari rannsókn hafa aukið þekkingu sína og skilning gagnvart landeyðingu, loftslagsbreytingum og líffræðilegum fjölbreytileika en ekki er talið að verkefnið hafi haft áhrif á aðra starfsmenn eða nærsamfélagið. Viðhorf kennara til verkefnisins eru jákvæð og þeir telja að það hafi jákvæð áhrif á þekkingu, skilning og áhuga nemenda á landeyðingu, loftslagsbreytingum og líffræðilegum fjölbreytileika. Á grundvelli niðurstaðna má draga þá ályktun að verkefnið skili árangri með tilliti til aukinnar þekkingar nemenda og kennara sem koma að verkefninu en betur má ef duga skal þegar horft er til framtíðar og hvernig staðið verður að þróun verkefnisins í framhaldinu.

 • Útdráttur er á ensku

  The project Ecological Restoration in Schools is a collaboration between the Icelandic Environment Association, the Soil Conservation Service of Iceland, and a sample of Icelandic schools. This assessment aims to investigate the success of the project and determine to what extent the goals of the project have been met. The official objectives of the Ecological Restoration in Schools project are to increase knowledge among students, teachers and the local community about soil erosion, climate change and biological diversity as well as to demonstrate how critical ecological restoration is to these issues. Other objectives include giving students the opportunity to participate in experiments and activities, as well as restoring eroded land in South Iceland (Hvolsskóli, 2015 and the Icelandic Environment Association, e.d.-b).
  Three teachers and three students from two of the participating schools were interviewed as well as Rannveig Magnúsdóttir the project manager at the Icelandic Environment Association. In addition, 28 8th grade students from two participating schools filled out a questionnaire. The questions were designed to test knowledge of various environmental issues and explore whether the students consider the impact of those issues to be significant. There are also questions that explore whether the students believe that effects of the environmental issues they were asked about will decrease or increase in the next 20 years. In additon, there were questions asking about their general interest in natural sciences and knowledge questions related to the objectives of the
  Ecological Restoration in Schools project. The questions were based on questions put forth in other studies but adapted to the objectives of this research.
  The results from the study show that knowledge and interest about soil erosion, climate change and biological diversity among students has increased, but there are still opportunities for improvement in their understanding. The teachers and employees participating in the project have gained better knowledge and understanding of soil erosion, climate change and bilogical diversity. It is not believed that other employees
  and the local community have been impacted by the project. Teachers have a positive additude towards the project, and they believe that it has a positive effect on knowledge, understanding and interest among students. Based on the results of this study, the 6 project is showing success in terms of inreased knowledge among students and teachers, but more should be done going forward.

Samþykkt: 
 • 30.10.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31933


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing Guðrún Bára.pdf215 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Guðrún Bára Sverrisdóttir lokaskil.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna