is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31936

Titill: 
 • Fagleg forysta skólastjóra og áhrif þátttöku í þróunarverkefni
 • Titill er á ensku Educational leadership and the impact of participation in a school development project
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir rannsókn á faglegri forystu skólastjóra í skólum þar sem fram fór íhlutun sérfræðinga af Menntavísindasviði Háskóla Íslands með það að markmiði að efla lærdómssamfélagið innan skólanna. Rannsóknin er hluti af verkefninu Bera meira úr býtum – heiltækar breytingar á skólastarfi (BMB-rannsókninni) sem unnið er að á vegum Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs.
  Rannsóknir hafa leitt í ljós að fagleg forysta, og þá sérstaklega kennslufræðileg forysta skólastjóra, skiptir máli og hefur áhrif á kennslu og námsárangur í skólum (Leithwood, Day, Sammons, Harris og Hopkins, 2006; Robinson, 2011). Robinson hefur sett fram fimm svið sem æskilegt er að forysta beinist að og með metagreiningu á fyrirliggjandi rannsóknum hefur hún sýnt fram á fylgni þeirra við námsárangur nemenda (Robinson, 2011). Í þróunar¬starfi hefur forysta skólastjóra áhrif meðal annars á hvort breytingar nái til nemenda. Hann þarf að taka tillit til ríkjandi menningar í skólanum við innleiðingu breytinga (Fullan, 2016).
  Lærdómssamfélag á við um það samfélag sem skapast í skóla þar sem kennarar læra hver af öðrum og hver með öðrum með það að markmiði að bæta árangur starfsins (Anna Kristín Sigurðardóttir, 2013). Íslenskar rannsóknir hafa bent til þess að skólastjórar hérlendis hafi áhuga á að sinna faglegum þætti starfs síns betur en telja sig ekki ná að gera það nægilega vel (Börkur Hansen og Steinunn Helga Lárusdóttir, 2014). Þörf er á að öðlast meiri skilning á forystuhlutverki skólastjóra, einkum hvernig þeir veita faglega forystu.
  Rannsóknarspurningarnar eru tvær:
  1) Hvernig veita skólastjórar faglega forystu í skólum sínum?
  2) Hvaða áhrif hefur íhlutun vegna BMB-rannsóknar á faglegt forystuhlutverk skólastjóra?
  Rannsóknin er eigindleg tilviksrannsókn. Tekin voru hálfopin viðtöl við skólastjóra þriggja grunnskóla sem taka þátt í BMB-rannsókninni og rýnihópaviðtöl við kennara. Einnig var unnið úr viðtölum við skólastjórana sem voru tekin á fyrri stigum BMB-rannsóknarinnar. Gögnin voru greind með þemagreiningu.
  Niðurstöður benda til að skólastjórarnir veiti faglega forystu í störfum sínum og koma öll fimm svið Robinson (2011) fram í störfum þeirra. Skólastjórarnir virðast leggja mesta áherslu á að móta skýra stefnu og sýn fyrir skólann sinn og að sjá til þess að nauðsynlegar bjargir séu aðgengilegar með skipulagi og almennu utanumhaldi. Þegar kemur að því að hafa áhrif á kennarana og nám nemenda og að leiða starfsþróun og endurmenntun verður meira áberandi hvernig þeir dreifa forystu og virkja aðra stjórnendur í skólunum. Áhrif BMB-rannsóknarinnar á faglegt forystuhlutverk skólastjóranna kemur meðal annars fram í betra utanumhaldi þeirra með verkefnum og vakningu um eigin hlutverk sem faglegir stjórnendur. Fjögur svið Robinson (2011) koma fram í verkefninu en áhrif þess á skólastjórana eru einstaklingsbundin.

 • Útdráttur er á ensku

  This essay will present findings from a study that focused on the importance of educational leadership in schools where specialists from the School of Education had led an intervention project, which sought to enhance the schools’ learning community. The study is part of a project titled Systemic Educational Improvements: An Intervention Study to Enhance Schools’ Capacity for Continuous Improvement. The project is carried out under the auspices of the Center for Research in Educational Development.
  Many studies have shown that educational leadership, particularly the educational leadership of school principals, is a significant aspect of schooling and can impact teaching and learning outcomes in schools (Leithwood, Day, Sammons, Harris and Hopkins, 2006; Robinson, 2011). Robinson suggests that educational leadership should be directed toward five different fields. Moreover, through a meta-analysis of existing research data, Robinson underscored the correlation of these aspects with student learning outcomes. (Robinson, 2011). In development projects, the school principal’s leadership can impact to what extent certain changes reach students. The principal must account for the predominant school culture in each given school where changes are being implemented (Fullan, 2016).
  The learning community refers to the community that is developed in each school, in which teachers learn from each other with the goal of bolstering the overall school practices (Anna Kristín Sigurðardóttir, 2013). Icelandic studies have pointed out that school principals in the country are interested in improving their own professionalism but find that they often fail to properly achieve that aim (Börkur Hansen and Steinunn Helga Lárusdóttir, 2014). As a result there emerges an increased need to gain a better understanding of school principal’s leadership role, not least in terms of the ways in which principals carry out their leadership role.
  The two research questions are as follows:
  1) How do school directors carry out the leadership role in their respective schools?
  2) In what way has participation in the Systemic Educational Improvements project impacted the educational leadership role of school principals?
  The study is a qualitative case study. Semi-structured interviews were conducted with principals of three Icelandic primary schools that all took part in the Systemic Educational Improvements project. Focus group interviews were also conducted with teachers in the same schools. Moreover, the study analysed interviews taken with the school principals at an earlier stage of the Systemic Educational Improvements project. Thematic analysis was then applied to interpret the data.
  The findings show that the school principals exhibited strong educational leadership, and included in their work all five fields suggested by Robinson (2011). They seem to place most emphasis on shaping a clear policy and vision for their schools where they seek to ensure that important provisions are accessible through rigorous organisation and general oversight. When it comes to impacting teachers and student learning, as well as managing the teachers’ professional development programs, the school principals more readily distribute the leadership responsibilities by enlisting other leaders within the school. The influence of the Systemic Educational Improvements project on the principals’ leadership role has resulted, amongst other things, in better oversight concerning projects and in increased awareness of their own role as educational leaders. Four of Robinson’s (2011) five fields appeared in the intervention project, however, their effects differed among the principals and were therefore individual.

Samþykkt: 
 • 1.11.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31936


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HelgaJensinaSvavarsdottir_MEd.pdf784.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
HelgaJensinaSvavarsd_yfirlysing.pdf81.64 kBLokaðurYfirlýsingPDF