is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31937

Titill: 
  • Notkun íslenskra leikskólabarna á öðru tungumáli en íslensku og tengsl við íslenskan málþroska þeirra
  • Titill er á ensku Exposure to another language than Icelandic by Icelandic pre-school children, and possible relation with their Icelandic language proficiency
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Málumhverfi og bakgrunnur barna eru ærið misjöfn og mörg börn alast upp við það að heyra fleiri en eitt tungumál. Þegar börn alast upp við tvö tungumál á máltökuskeiði verða þau tvítyngd. Það er margt í íslensku samfélagi í dag sem bendir til þess að stór hluti barna heyri og noti fleiri en eitt tungumál á máltökuskeiði sínu. Tölvur og snjallsímar auðvelda samskipti, bjóða upp á margs konar afþreyingu og gera notendum kleift að afla upplýsinga óháð stað og stund. Mun meira efni til náms og afþreyingar fyrir börn er til á ensku en á íslensku. Lítið er þó vitað um það hve stórum hluta tíma síns ung íslensk börn verja tíma sínum á öðru tungumáli en íslensku og hvort sá tími hefur jákvæð eða neikvæð áhrif á íslenskufærni þeirra. Í verkefni þessu var leitast við að sjá hvort væru tengsl á milli notkunar á öðru tungumáli en íslensku hjá leikskólabörnum og íslensks málþroska þeirra. Spurningalisti var sendur til foreldra barna á fjórða ári á Suðurnesjum til að kanna hve löngum tíma þau verja á öðru tungumáli en íslensku, við sjónvarpsáhorf, snjalltækjanotkun og þegar lesið er fyrir þau. Þá var aflað upplýsinga um niðurstöður á EFI-2 málþroskaprófi fyrir sömu börn. Niðurstöður sýndu að rúmlega 80% þeirra barna sem tóku þátt í rannsókninni horfðu daglega á eitthvað sjónvarpsefni með erlendu tali, að minnsta kosti að hluta til. Svipaðar niðurstöður fengust einnig þegar spurt var út í notkun á snjalltækjum. Flestir foreldrarnir lásu eingöngu á íslensku fyrir börnin sín. Ljóst er að íslensk leikskólabörn heyra töluvert af öðru máli en móðurmál sínu á máltökuskeiði sínu. Í verkefninu kom fram að sá tími sem börn vörðu á öðru tungumáli en íslensku við sjónvarpsáhorf tengdist ekki niðurstöðum þeirra í málþroskaskimuninni EFI-2. Tengsl prófsins við notkun á snjalltækjum á öðru tungumáli en íslensku voru þó marktækt neikvæð en veik.

  • Útdráttur er á ensku

    The language environment of children is quite varied and many of them are raised learning more than one language. When children grow up with two languages during the language acquisition stage, they become bilingual. There have been major recent changes in Icelandic society that lead us to suggest that a large portion of young children grow up hearing more than one language. Computers and smart phones make communication easier, offer diverse entertainment, and make it possible to collect information and entertainment without any regard given to time or place. There is far more digital material for children available in English than there is in Icelandic. However, little is known the extent to which Icelandic children are exposed to other language than Icelandic, or if that time has a positive or a negetive effect on their Icelandic skills. The aim of this project was to detect if there was a correlation between an exposure to another language than Icelandic among Icelandic pre- school children and their Icelandic language proficiency. A questionnaire was sent to parents of three-year-old children, living in the southwest of Iceland, in order to gain information about the extent to which they spend their time in a language other than Icelandic, while playing with smart devices, watching television and being read to. Then the results from an EFI-2 language developmental test from same children were collected. Our study showed that over 80% of the children that participated in the research consumed television material, on a daily basis, that had at least some parts with spoken English. Similar results were also gathered when questioned about the usage of smart devises were addressed. It is clear that Icelandic kindergartners hear quite a bit of a language other than Icelandic, during their language acquisition stage. Usage of smart devices in another language than Icelandic was negatively and significantly correlated with both Icelandic understanding and productive skills, however weakly. No relations were detected with the time children spent watching television in another language than Icelandic. Almost all parents read to their children only in Icelandic.

Samþykkt: 
  • 1.11.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31937


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal–Ingibjörg Jónsdóttir.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemma.pdf125.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF