is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31940

Titill: 
  • „Það væri glapræði hjá okkur að spá ekki í þetta“ : móttökuáætlanir tvítyngdra nemenda í fjórum grunnskólum á Íslandi
  • Titill er á ensku “It would be nonsense if we wouldn't care about this” : reception programs in four primary schools in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Íslenskt samfélag er síbreytilegt og á undanförnum árum hefur menningarleg fjölbreytni aukist svo um munar. Tvítyngdum nemendum fjölgar hratt í skólum landsins og því er mikilvægt að tekið sé vel á móti þeim og að þeir fái tækifæri til þess að afla sér menntunar og verða virkir þátttakendur í samfélaginu.
    Markmið þessarar rannsóknar var að kanna móttökuáætlanir fyrir tvítyngda nemendur í fjórum grunnskólum á landinu. Markmiðið með rannsókninni er að skilja hvernig móttökuáætlanir fyrir tvítyngda nemendur í grunnskólum eru settar upp, hvort þær séu til staðar í skólunum og hvort þeim sé fylgt eftir.  
    Móttaka tvítyngdra nemenda er misjöfn eftir skólum en í þremur af þeim fjórum skólum sem rætt var við var engin formleg móttaka fyrir tvítyngda nemendur sérstaklega. Nemendur fengu allir góðar viðtökur en ekki var alltaf farið í formleg atriði eins og bakgrunn og almenna gagnaöflun um nemandann. Í aðeins einum skólanum voru foreldrar og nemendur tvítyngdra boðaðir í svokallað móttökuviðtal áður en nemendur hófu nám við skólann. Allir viðmælendur voru þó sammála um að bæta þyrfti móttökuna. Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á hvernig móttökuáætlanir þessara skóla fyrir tvítyngda nemendur eru og hvað sé hægt að gera til að bæta þær. Í ljósi niðurstaðnanna og mikilvægi rannsóknarefnisins væri áhugavert að gera aðra rannsókn síðar og athuga hver staða tvítyngdra nemenda sem útskrifast úr þessum skólum verður og hvort móttaka og íslenskukennslan hafi haft áhrif á það. Einnig væri hægt að nýta inntak þessarar rannsóknar í að skoða móttökuáætlanir á öllu landinu og bera saman.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að bæta þyrfti almennt móttökuáætlun fyrir tvítyngda nemendur og gera áætlunina formlega og markvissari. Útbúa þyrfti helst plagg sem dregið væri upp þegar tvítyngdur nemandi kæmi í skólann með spurningum um bakgrunn og þess háttar, líkt og er sýnt í handbók Reykjavíkurborgar um móttöku innflytjenda. Allir viðmælendur frá skólunum voru þó á því máli að tekið væri vel á móti öllum nemendum sem kæmu í skólann en vantaði aðallega markvissari gagnaöflun um nemandann.

  • Útdráttur er á ensku

    Icelandic society is ever changing, and cultural multiplicity has been increasing over the recent years. Bilingualism has grown rapidly in the Icelandic schools, and it is important that these students receive a proper reception and that they get the opportunity to gain education and
    become active participants in society.
    The purpose of the study was to examine reception programs for bilingual students in four Icelandic primary schools. The aim of the study was to understand how reception for bilingual students is, wheter the schools follow its reception plans and how. Four schools agreed to participate in the study and in each school the principle and one or two teachers were interviewed individually by using a semi-structured interview approach.
    The questions were divided into two categories whether it concerned a teacher or the principle. Each category contained 8-12 questions.
    The reception of bilingual students is differs between schools, but in four of the five schools discussed there was no formal reception for bilingual students and they do not always follow a specific reception program. Only one of the schools invited parents and students in a
    so-called reception interview before students started at the school. However, all interviewees agreed that the reception program was necessary.
    The results of the study highlight the reception programs of these schools for bilingual students and what can be done to improve them. In light of the results and the importance of the research material, it would be interesting to do another research and explore where bilingual students who graduated from these schools were present and whether the reception and the Icelandic education had affected it. This study could also be used to review reception programs across the country and compare.
    The main findings of the study were that all four schools wanted to improve the generalized reception program for bilingual students and make the program formal and more targeted. There should be a format that schools would use everytime that a bilingual student 8 came to school equipped with questions about his or hers background as shown in the
    Reykjavík handbooks for immigrants.
    All the schools were, however, in favor of welcoming all students attending school but lacking mainly targeted data gathering about the student.

Samþykkt: 
  • 1.11.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31940


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil október.pdf659.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf160.7 kBLokaðurYfirlýsingPDF