Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31944
Viðfangsefni þessarar rannsóknar var orðaforði og tvítyngi. Mikilvægt er að tvítyngdir nemendur með íslensku sem annað mál (ÍSAT) öðlist góðan orðaforða í íslensku því það hefur sýnt sig að góður orðaforði eflir færni í lesskilningi. Lesskilningur hefur mikil áhrif á námsárangur. Til að vinna með orðaforðann valdi ég að byggja á aðferðinni Building language using lego bricks sem hefur verið notuð með góðum árangri til málörvunar með einstaklingum með sértæka málþroskaröskun. Vildi ég prófa hvort hún gæfi ekki einnig góðan árangur þegar unnið er með íslensku sem annað mál.
Markmið með rannsókninni var að auka íslenskan orðaforða hjá nemanda, sem er nýfluttur til Íslands frá Makedóníu, með aðferðum sem byggja á notkun Legókubba í kennslu. Með auknum orðaforða er leitast við að efla bæði lesfimi hans og lesskilning.
Notað var einliðasnið í rannsókninni þar sem einungis var einn þátttakandi með íslensku sem annað mál. Hann hafði ekki búið lengi á Íslandi og var því mest unnið með algeng orð (í lagi 1) en einnig sjaldgæf orð (úr lagi 2). Kennslan fór fram 35 skipti í 35 mínútur í hvert skipti frá mars fram í maí 2018. Áður en kennslutímabilið hófst voru lögð fyrir orðaforðapróf, lesfimipróf og lesskilningspróf sem voru svo endurtekin að kennslutímabili loknu.
Niðurstöður sýndu að orðaforðinn sem var kenndur beint sat næstum allur eftir og að orðaforðinn sem var lagður inn með óbeinni kennslu í gegnum Legó leik jókst einnig, en þó í minna mæli. Lesfimin jókst lítillega og lesskilningurinn jókst talsvert á tímabilinu.
The subject of this research was vocabulary and bilingualism. It is important that bilingual pupils with Icelandic as a second language acquire an extensive Icelandic vocabulary, as vocabulary has proved fundamental for reading comprehension. Reading comprehension greatly impacts educational attainment. To increase vocabulary I chose to base my intervention on the methods used within Building language using Lego bricks, which has proved to work well with pupils with specific language disorder. I wanted to see if this method would also provide similar results when used with a child whose Icelandic is a second language.
The aim of this research was to increase the Icelandic vocabulary of a student who had recently moved to Iceland from Macedonia, with a teaching approach based on Lego bricks. With increased vocabulary it is simultaneously attempted to boost his reading fluency and reading comprehension in the Icelandic language.
Single-subject research design was used for this research with one participant who has Icelandic as a second language. He had recently arrived in Iceland and therefore the focus was mainly on high frequency words (tier 1) and some low frequency words (tier 2). The intervention took place 35 times, for 35 minutes each session, lasting from March until May 2018. Before the intervention began, assessments of vocabulary, reading fluency and reading comprehension were conducted. The same assessments were then repeated when the intervention was complete.
Results showed that the vocabulary that had been taught directly was almost entirely retained and that the vocabulary that was taught indirectly, using Lego play, also increased, however this was to a lesser degree than the directly taught vocabulary. Reading fluency increased somewhat and reading comprehension increased to a greater extent during the period of the intervention.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Magnúsína Laufey Harðardóttir - lokaskil.pdf | 1.28 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Magnúsína Laufey Harðardóttir.jpg | 145.93 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |