is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31945

Titill: 
  • Áhrif aukinnar tækni á samskipti ungmenna og rafrænt einelti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er heimildaritgerð sem fjallar um áhrif aukinnar tækni á samskipti barna og ungmenna sem og rafrænt einelti. Notkun snjalltækja og internetsins er orðin stór hluti af lífi fólks og er því vert að gera sér grein fyrir þeim hættum sem tæknivæðingunni fylgja. Meginmál ritgerðarinnar fjallar um rafræn samskipti ungmenna, hvernig þeim er háttað og hvernig einelti á sér stað á vinsælum samskiptamiðlum eins og Facebook, Instagram og Snapchat. Tilgangurinn er að fræða og auka þekkingu foreldra og forráðamanna auk þeirra sem vinna með börnum og ungmennum um rafrænt einelti, í hverju það felst og með hvaða hætti einelti á sér stað á hinum ofangreindu miðlum auk þeirra afleiðinga sem kunna að koma í kjölfar þess. Tilgangurinn er þar að auki að fræða og upplýsa almenning um hvernig best sé að bregðast við þegar um einelti er að ræða. Þá er sérstaklega litið til þess hvað foreldrar geti gert. Niðurstöður ritgerðar leiddu í ljós að rafrænt einelti getur verið grimmt þar sem gerendur geta setið við tölvuskjáinn og skrifað hvaða meiðyrði sem er um þolanda sinn. Niðurstöður sýndu einnig að foreldrar eru lykilaðilar til að stöðva einelti og með því að sýna vilja til samvinnu við skólann þá gengur yfirleitt betur að finna sem bestu lausnina og á það bæði við um foreldra þolenda og gerenda.

Samþykkt: 
  • 1.11.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31945


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-lokaritgerð_Margrét_Jóhanna_Guðjónsdóttir.pdf694.94 kBLokaður til...30.07.2023HeildartextiPDF
yfirlýsing fyrir skemmuna.pdf170.62 kBLokaðurYfirlýsingPDF