is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31946

Titill: 
 • Samfélagsmiðlar sem leið til samskipta við foreldra leikskólabarna
 • Titill er á ensku The use of social media in parent-teacher communications of preschoolers
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Foreldrasamstarf er gríðarlega mikilvægur þáttur í leikskólagöngu barns og nauðsynlegt er að gott upplýsingaflæði sé til milli foreldra og leikskólans. Samfélagsmiðlar hafa haslað sér völl undanfarin ár og eru margir leikskólar farnir að nýta sér þá til að miðla upplýsingum til foreldra og veita innsýn í daglegt starf leikskólans. Meginmarkmið þessa rannsóknaverkefnis er að skoða hvernig og í hvaða mæli samfélagsmiðlar og önnur rafræn kerfi eru nýtt í samskiptum milli foreldra og leikskóla. Sérstaklega var skoðað hvernig þessi leið og atriði varðandi persónuvernd og myndbirtingar eru kynnt fyrir foreldrum.
  Í fræðilega kaflanum er farið yfir ýmsar áherslur í foreldrasamstarfi og fjölbreyttar leiðir í upplýsingamiðlun og samskiptum við foreldra. Einnig er notkun samfélagsmiðla í leikskólastarfi skoðuð út frá áherslum persónuverndar um hagsmuni barna og sjálfstæðan rétt þeirra til friðhelgi einkalífs.
  Rannsóknin fór fram vorið 2018. Rafrænn spurningalisti var sendur til allra leikskóla sem reknir eru af Reykjavíkurborg, 62 talsins, þar sem spurt var hvort og hvernig rafrænir miðlar væru notaðir í samskiptum við foreldra. Að auki voru tekin hálfstöðluð viðtöl við leikskólakennara til þess að fá frekari innsýn í tilgang notkunar samfélagsmiðla í foreldrasamstarfi.
  Niðurstöður benda til þess að mikill áhugi sé hjá leikskólakennurunum til þess að nota fjölbreyttar leiðir til að ná til og efla samskipti við foreldra. Vísbendingar eru um að leikskólakennurum finnist þetta auðveld og fljótleg leið til að miðla upplýsingum frá leikskólastarfinu.
  Í ljós kom að í 67% leikskóla eru samfélagsmiðlar nýttir til að koma upplýsingum til foreldra. Notkunin er í mörgum tilvikum á byrjunarstigi og leikskólar enn að prófa sig áfram með notkun þeirra og breyta og bæta verkferla sína, sérlega þegar kemur að varðveislu og eyðingu persónulegra gagna.

 • Útdráttur er á ensku

  Parent-teacher relationship is an important factor in children’s preschool education and the importance of effective parent-teacher communications is immense. Social media has taken off in the past years and many preschools have started using social media as a way to get information across to parents and to offer an insight into the daily life in preschools.
  The aim of this research is to explore how and in what way social media and other means of electronic communications are utilised in parent-teacher interactions. A special interest was taken towards how using social media as a way of communication is introduced to parents in connection with the personal data protection and photo publishing.
  The literary review highlights different approaches in parent-teacher interactions and different types of communication with parents. The use of social media as a way to communicate in preschools is examined in connection with the protection of privacy of children and their independent right to personal privacy.
  The study took place in spring 2018. A questionnaire was sent out to all preschools run by the city of Reykjavík, 62 in total, where questions as to if and how social media is being used in parent-teacher communications were asked. Two interviews were conducted with preschool teachers to get a deeper understanding as to why social media is being used to interact with parents.
  The results indicate that preschool teachers are very open to using different types of interactions with parents to build a better relationship with them. They also highlight how preschool teachers describe the use of social media to be a relatively quick and easy way to get information to parents.
  Social media is being used in 67% of schools run by Reykjavík City to share information with parents. In most cases the use of social media is still at the early stages and preschools are still improving and improving their terms of use, especially when it comes to preserving and deleting personal data.

Samþykkt: 
 • 1.11.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31946


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólöf Guðmundsdóttir lokaskjal.pdf2.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman - yfirlýsing.pdf330.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF