Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31947
Samstarf heimilis og skóla er órjúfanlegur þáttur í skólagöngu barna á Íslandi. Forsendur til samstarfs skapast meðal annars með heimanámi sem getur verið bæði hefðbundið og óhefðbundið. Í gegnum tíðina hafa verið skiptar skoðanir um gagnsemi heimanáms og áhrif þess á námsárangur og heimilislíf barna. Svo virðist sem ríkjandi hefð í íslensku skólastarfi stjórni því að börn eru enn að sinna námi sínu heima, þrátt fyrir breytt landslag í skólamálum og samfélaginu almennt. Foreldrar gegna mikilvægu hlutverki í að skapa farsælt samstarf milli heimila og skóla og svo því verði komið við skiptir þátttaka þeirra og viðhorf til náms barna þeirra máli.
Um var að ræða eigindlega rannsókn þar sem notuð voru viðtöl við sex foreldra barna í 4. bekk í grunnskóla. Markmið rannsóknarinnar var að fá fram viðhorf og væntingar foreldra um eigið hlutverk, hlutverk kennara og nemenda til heimanáms. Foreldrar voru dregnir af handahófi úr þremur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík, Hafnarfirði og Garðabæ sem valdir voru út frá mismunandi stefnum skólanna um heimanám.
Niðurstöður benda til þess að foreldrum þyki samstarf heimilis og skóla mikilvægt þar sem báðir aðilar eiga í gagnvirkum samskiptum um nám og hegðun nemenda. Foreldrar telja sig ekki þurfa að eiga mikil samskipti við skólann vegna heimanáms barna sinna og aukinna upplýsinga sé sjaldan þörf. Viðhorf foreldra til heimanáms er ýmist jákvætt eða neikvætt. Foreldrar sem eru hlynntir heimanámi telja það hafa áhrif á vinnubrögð nemenda í námi, svo sem skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum, auk þess sem þeir geta fylgst með gengi barna sinna í námi og hvað þau eru að fást við. Þeir sem tjáðu andstöðu við heimanám telja það vera framlengingu á skóladegi barna, valda togstreitu og taka yfir tómstundir og gæðastundir heimila. Foreldrar eru þó sammála um að heimalestur er nauðsynlegur. Óháð viðhorfum foreldra til heimanáms telja þeir að heimanám geti dregið úr jöfnum tækifærum barna til náms, sér í lagi hjá þeim sem eiga við námsörðugleika að stríða. Foreldrar leggja þó áherslu á að borið sé traust til kennara og að þeir fái svigrúm til að sinna kennslu. Þeir lýsa áhyggjum yfir því að of miklar kröfur séu gerðar til kennara og þeim fari fækkandi og leiðbeinendum fjölgandi.
The Icelandic education culture includes a strong partnership between home and school and one of the elements that cultivates that collaboration is homework, both traditional and untraditional. The advantages of homework and its effect on children´s learning and home
environment has been under debate. Despite a different emphasis in education and in society overall, it still appears to remain a tradition for children to do part of their school work at home. Parents have an important role in creating a successful relationship between the home and school environment, which means their participation and attitude is an essential factor.
In this qualitative study, interviews were taken with six parents of children in grade 4 in elementary school. The aim of the study was to analyse parents‘ perspectives and expectations about their own roles, the role of the teachers and the students in homework. Parents were randomly chosen from three elementary schools in the capital area, Reykjavík, Hafnarfjörður and Garðabær, the schools were chosen for their different policies on the view and use of homework.
The results indicate that parents consider home and school collaboration important and that both parties should present information about students´ learning and behaviour although parents do not deem it necessary to have extensive communication with the school about their children´s homework. Parents´ attitude toward homework is twofold, both positive and negative. Those who are in favour of homework believe that it affects student learning practices, enhances their organizational skills and independent working methods, as well as giving the parents an insight into their child´s education. Those who are opposed to homework believe it to be an extension of the school day, causing tension and
engulfing the children´s leisure and quality time with their families. However, they are in agreement about the necessity of reading at home. Regardless of parents´ perspectives towards homework, they believe that it can reduce children's equal opportunities for learning, especially for those with learning disabilities. Parents, however, emphasize the
importance of placing trust and confidence in teachers to give them space to teach. They believe that too much is demanded of teachers as the number of liscensed teachers is decreased and the number of unlicensed teachers is increasing.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ÓlöfKarla_samstarfheimilisogskóla.pdf | 1.27 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing meistaraverkefni_Ólöf Karla.pdf | 222.47 kB | Lokaður | Yfirlýsing |