Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31948
Þrátt fyrir að nýlegar alþjóðlegar mælingar sýni að hérlendis sé jafnrétti kynjanna með besta móti, benda rannsóknir til þess að konur sem eru ekki af vestrænum uppruna standi verr að vígi á vinnumarkaði en innfæddar konur eða konur af vestrænum uppruna. Markmið þessarar eigindlegu, feminísku rannsóknar er að varpa ljósi á þær áskoranir sem þessar konur mæta með tilliti til skörunar / samtvinnunar (e. intersectionality) kyngervis og uppruna. Stuðst er við fyrirliggjandi gögn, 23 blaða- og fréttaviðtöl, og er þemagreiningu beitt rannsóknina. Niðurstöður sýna að viðmælendur blaðamanna verða fyrir hversdagsfordómum í námi og starfi í námi og starfi. Staðlaðar ímyndir um konur sem eru ekki af vestrænum uppruna gera þeim oft erfitt að sækja störf í samræmi við menntun. Fróðlegt væri að gera rannsókn sem byggist á beinum frásögnum þessa hóps kvenna þar sem alltaf er hætt við bjögun við ritstýringu dagblaða og fréttamiðla. Greinilegt er hinsvegar að þessi hópur sætir mismunun á vinnumarkaði sem ástæða er til þess að rétta af í jafnréttisþjóðfélagi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ásk_Kvenna_E_Vestr_Uppr_Námi_Starfi.pdf | 1,22 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Sigridur_Fossberg_yfirlysing_2018.pdf | 185,98 kB | Lokaður | Yfirlýsing |