Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31951
Markmið þessa verkefnis var að varpa ljósi á reynslu grunnskólakennara af K-PALS aðferðum við lestrarkennslu í 1. bekk. K-PALS aðferðirnar (e. Kindergarten Peer-Assisted Learning Strategies) voru þróaðar í þeim tilgangi að styðja við og efla byrjandi lestrarfærni barna. Þær eru hugsaðar sem viðbót við aðrar kennsluaðferðir til að stuðla að lestri yngri barna. K-PALS aðferðirnar fela í sér beina kennslu og samvinnunám (e. cooperative learning) þar sem nemendur vinna saman í pörum. Hérlendis eru aðferðir K-PALS notaðar með elsta árgangi leikskóla og 1. bekk í grunnskóla. Kennarar sækja námskeið til þess að læra um K-PALS aðferðirnar. Á námskeiðinu fá þeir handbók sem inniheldur allar þær upplýsingar sem þeir þurfa á að halda til þess að geta unnið með K-PALS aðferðirnar við lestrarkennslu. Á Íslandi hafa þó engar formlegar rannsóknir verið gerðar á reynslu grunnskólakennara af K-PALS aðferðum við lestrarkennslu.
Í þessari rannsókn var leitast við að veita innsýn í hvernig kennurum gengur að nýta aðferðir K-PALS í kennslu og hver reynsla þeirra af þeim er. Gerð var eigindleg viðtalsrannsókn og byggir hún á hálfstöðluðum einstaklingsviðtölum við ellefu grunnskólakennara sem starfa í 1. bekk í níu mismunandi grunnskólum á stór-höfuðborgarsvæðinu. Viðtölin voru hljóðrituð og skráð nákvæmlega ásamt athugasemdum rannsakanda. Markvissri kóðun var beitt í þeim tilgangi að finna lykla sem lýstu innihaldi textans og fundin voru þemu út frá þeim lyklum. Tekið var mið af fyrri rannsóknum á PALS aðferðum hérlendis og erlendis en einnig kenningum um lestrarþróun og nám barna.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að viðmælendur höfðu almennt jákvæða reynslu af K-PALS aðferðunum og fannst þær vera góð viðbót við lestrarumhverfi barna. Öllum fannst aðferðirnar efla lestrarfærni nemenda og ýta undir samvinnu þeirra. Stór meirihluti viðmælenda taldi aðferðirnar hafa jákvæð áhrif á nemendur með annað móðurmál en íslensku og námserfiðleika þar sem þær byggja á kerfisbundinni þjálfun hljóða og efla umskráningarfærni og sjónrænan orðaforða nemenda. Flestum viðmælendum fannst aðferðirnar henta nemendum sem eiga við lestrarvanda að stríða. Nokkrir viðmælendur nefndu að aðferðirnar geti hjálpað til við að koma auga á þá nemendur sem gætu átt í vandkvæðum með lestrarnám. Að sögn flestra viðmælenda voru nemendur virkir í K-PALS kennslustundum og þótti skemmtilegt í þeim. Nokkrir viðmælendur nefndu að þeir upplifðu þreytu hjá nemendum í síðustu kennslustundunum vegna endurtekninga í æfingum. Þessar niðurstöður benda til að K-PALS aðferðirnar geti verið góð viðbót við lestrarnám barna hérlendis og hentað til að mæta margbreytilegum þörfum nemendahópsins.
The aim of this thesis was to shed light on teachers’ experience of using Kindergarten Peer-Assisted Learning Strategies (K-PALS) when teaching beginning reading. K-PALS was designed to teach and support reading skills of young students. K-PALS involves direct instruction and cooperative learning strategies and is designed to supplement other reading teaching strategies for beginning readers. In Iceland K-PALS is used with five and six year old students, during the last year in preschool and in first grade in primary school. Teachers attend a K-PALS workshop where they get a manual and learn how to implement the strategies during class. Hitherto, no study has been conducted on teachers’ perception of using K-PALS to teach beginning reading in primary schools.
This study’s goal was to give insight into teachers’ experience of using K-PALS methods to teach reading in first grade. The study involved qualitative research methodologies. Semi-structured interviews were conducted with eleven primary teachers that taught the first grade in nine different schools in the greater capital region in Iceland. The interviews were recorded and transcribed with researcher notes, then analyzed and categorized into themes. Previous studies on PALS strategies and theories of how children learn to read were also taken into consideration. The results indicate that participants have a generally positive experience of using K-PALS to teach reading in first grade. All participants were unanimous on the positive effects of K-PALS and described improvements on children´s reading skills and social skills. Big majority of the participants also descriped K-PALS positive effects on bilingual children and children with learning disabilities because the methods focus on teaching phonological awareness, beginning decoding and word recognition. Participants described that K-PALS actively engaged children and that they liked it. Several participants experienced in the last lessons that the children were tired because of repetition in the exercises. Based on these findings it is concluded that K-PALS can be a beneficial addition to childrens’ reading environment in primary schools and a valuable tool to meet the diverse needs of students in inclusive settings.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_24.09.18_SaraHeiðrúnFawcett.pdf | 152,05 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Sara Heiðrún Fawcett_M.Ed._docx.pdf | 4,62 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |