is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31952

Titill: 
  • Foreldrum kennt um en ekki kennt : þörf fyrir foreldrafræðslu : sýn umsjónarkennara á yngsta stigi grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar barn fæðist fylgir því enginn leiðarvísir. Foreldrar verða oft að treysta á eigin eðlisávísun og reynslu annarra. Í síbreytilegu umhverfi þar sem upplýsingaflóðið er yfirdrifið getur verið erfitt fyrir foreldra að fóta sig í foreldrahlutverkinu. Því hefur verið bent á að ef til vill sé þörf á meiri fræðslu en nú stendur til boða. Með foreldrafræðslu er átt við stuðning sem fagfólk getur veitt foreldrum í uppeldishlutverkinu. Markmið þessa verkefnis er að kanna: „Hver sé þörfin fyrir foreldrafræðslu að mati umsjónarkennara á yngsta stigi grunnskóla“ en það er rannsóknarspurningin sem sett var fram. Rannsóknin er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem nefnist Foreldrafræðsla á Íslandi: Hver er þörfin? sem Hrund Þórarins Ingudóttir, lektor á Menntavísindasviði stendur fyrir. Hrund var einnig leiðbeinandi minn í þessu verkefni. Við gerð rannsóknarinnar var stuðst við eigindlega aðferðafræði, tekin voru hálfstöðluð viðtöl við þrjá umsjónarkennara á yngsta stigi grunnskóla, í tveimur grunnskólum á landinu. Til að átta sig á fræðilegum bakgrunni þessarar rannsóknar er skyggnst inn í þau fræði sem til er um þetta efni eins og hverjar eru lagalegar skyldur foreldra, hvað er heillavænlegt uppeldi, gluggað í vistfræðikenningu Bronfenbrenners (1994) og hvernig Baumrind (1966) skiptir uppeldishlutverkinu upp í flokka, svo fátt eitt sé nefnt. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að þess að foreldrar reyni í langflestum tilvikum sitt besta til að annast uppeldi barna sinna en vegna álags og tímaskorts geti það reynst erfitt. Fyrir vikið eru uppeldisaðferðir oft á tíðum ómarkvissar og þess vegna ekki óalgengt að börnum séu ekki sett mörk sem leiðir til agaleysis. Rannsóknin ætti að hafa gildi fyrir það fagfólk sem hyggst fræða og styrkja foreldra í uppeldi. Vonast er til að niðurstöður þessarar rannsóknar megi nýtast við þróun nýrrar starfsstéttar foreldrafræðara við að styðja og fræða foreldra.

Samþykkt: 
  • 2.11.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31952


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerd_SelmaHardar_lokaskil_10.09.18.pdf686.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Undirrituð yfirlýsing .pdf95.55 kBLokaðurYfirlýsingPDF