Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31954
Þessi ritgerð fjallar um rannsókn á innleiðingu hollenska lestrarvinaverkefnisins VoorleesExpress í Reykjavík. Verkefninu var stýrt af Marloes A. Robin í samvinnu við Borgarbókasafn og Miðju máls og læsis. Sjálfboðaliðar sem kallaðir eru Lestrarvinir voru fengnir til að heimsækja fjölskyldur af erlendu bergi brotnar einu sinni í viku í 20 vikur og lesa fyrir börnin á heimilinu ásamt því að spila og nota margskonar málörvunarefni. Tilgangur rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um áhrif og árangur reglulegra heimsókna Lestrarvina á áhuga og ánægju barna af bókum og upplestri. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort foreldrar og sjálfboðaliðar sem þátt tóku telji að reglulegur upplestur og leikur með tungumálið hafi aukið áhuga barna á bókum, eflt orðaforða og stutt við málþroska þeirra. Ennfremur var skoðað hvort foreldrarnir í rannsókninni telji að heimsóknir lestrarvinarins hafi skapað og fest í sessi lestrarvenjur á heimili þeirra. Rannsóknarsniðið var eiginlegt og gögnum var safnað með óformlegum samræðum, vettvangsathugunum, spurningakönnunum og tölvupóstum. Einnig var stuðst við rannsóknardagbók.
Helstu niðurstöður sýna að þátttakendur voru ánægðir með verkefnið og töldu bæði foreldrar og sjálfboðaliðar að börnin hefðu öðlast aukinn áhuga á bókum og eflst í málnotkun og orðaforða. Foreldrunum fannst þeir sjálfir hafa notið góðs af verkefninu og að lestur væri frekar iðkaður á heimilinu. Nokkrir foreldranna töluðu um að hafa með lestrarvininum kynnst samfélaginu á nýjan hátt og eignast vin. Sjálfboðaliðarnir töldu sig hafa fengið innsýn í ólíka menningu og siði ásamt því að tengjast fjölskyldunni vinaböndum.
Þegar horft er til niðurstöðu staðlaðra prófa barna sem tala íslensku sem annað mál er ljóst, einnig út frá niðurstöðum rannsóknarinnar, að leita þarf allra leiða til að auka íslenskukunnáttu þeirra og jafna stöðu þeirra gagnvart börnum sem eiga íslensku að móðurmáli. Lestrarvinaverkefnið er einn af möguleikunum sem hægt er að nýta til að ná því markmiði.
This study investigates the first implementation of a Dutch reading program, VoorleesExpress, in Reykjavik. It was pioneered by Marloes A. Robin, in collaboration with Reykjavik City Library and the Centre for Language and Literacy in Reykjavik. It involved volunteers called Lestrarvinir (reading friends) who visited a family of foreign origin once a week for 20 weeks and read out loud to the children as well as played and used a variety of vocabulary games. The purpose of the study was to explore the impact and effectiveness of regular visits of the Lestrarvinir on the interest and satisfaction of children with books and reading. The aim of the study was to investigate whether parents and volunteers, who participated in the study, believe that regular reading and playing with the language had increased the children's interest in books, strengthened their vocabulary and supported their language development. Furthermore, it was examined whether the parents in the study believed that the readers' visits had created and established reading habits in their homes. The research was qualitative and data were collected through informal conversations, observations, questionnaires and emails. A research journal was also used.
The main findings are that the participants were satisfied with the project, and both parents and volunteers felt that the children had gained more interest in books and increased their use of language and vocabulary. The parents felt they, themselves, benefited from the project and that reading was practiced in the home to a greater extent. Some of the parents stated that getting acquainted with the Lestrarvinur opened up a new path into the society in addition to gaining a friend. The volunteers felt they had an opportunity to experience different cultures and customs, as well as to connect with the family as friends.
Results of standardised tests in Icelandic among children who speak Icelandic as a second language, as well as findings of this study suggest that every effort must be made to increase their Icelandic skills and to level out the gap in language proficiency between native and immigrant children. The reading program Lestrarvinir is one course of action that can be used to achieve that goal.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
sigrun_jonina_baldursdottir_ritgerd_lokaskjal.pdf | 1,87 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing_M.Ed._Sigrun_Jonina.pdf | 276,5 kB | Lokaður | Yfirlýsing |