en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/31955

Title: 
  • Title is in Icelandic ,,Eftir höfðinu dansa limirnir" : þættir sem hafa áhrif í innleiðingarferli á spjaldtölvum í grunnskólum Kópavogs
  • Factors that affect the implementation of electronic tablets in elementary schools in Kópavogur
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Nú á dögum standa skólar frammi fyrir því að koma til móts við tækniþróun 21. aldar og er einn hluti af því að innleiða spjaldtölvur í skólastarf. Með tilkomu þeirra þurfa kennarar að leggja aukna áherslu á starfsþróun, breyta kennsluháttum og aðlaga nemendur því sem koma skal í framtíðinni. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvaða þættir hafa áhrif í innleiðingarferli á spjaldtölvum í grunnskólum Kópavogs. Rannsóknin er eigindleg og voru tekin hálfopin viðtöl við skólastjórnendur og tölvuumsjónarmenn, auk hópviðtals við spjaldtölvuteymi Kópavogsbæjar, með það að markmiði að svara rannsóknarspurningunni: Hverjir eru helstu þættir sem styðja og letja innleiðingarferli á spjaldtölvum í grunnskólum Kópavogs að mati skólastjórnenda, tölvuumsjónarmanna, verkefnastjóra og kennsluráðgjafa spjaldtölvuverkefnisins? Helstu niðurstöður eru í takt við það sem fræðimenn segja um breytingar á skólastarfi en þær sýna að: mikilvægt er að setja nægt fjármagn í verkefnið; stuðningur frá stjórnendum og að þeir tali fyrir breytingunum er lykilatriði; jafningjastuðningur og stuðningur frá spjaldtölvuteymi Kópavogsbæjar er einnig mikilvægur og auk þess skiptir máli að gefa kennurum tíma og þjálfa hæfni þeirra í breytingaferlinu. Þættir sem gengu ekki nægilega vel og studdu ekki við breytingarnar voru þeir að í sumum skólum töluðu millistjórnendur ekki fyrir breytingunum. Ekki var nægt fjármagn sett í kennsluráðgjöf sem jók álag á tölvuumsjónarmenn skólanna og hafði áhrif á stuðning við kennara. Helsti lærdómur sem má draga af verkefninu er hversu mikilvægt hlutverk skólastjórnenda er í breytingaferli og að nægt fjármagn sé sett í verkefnið þannig að kennarar fái þann stuðning sem nauðsynlegur er í breytingarferlinu.

  • One of the challenges facing schools today is how to address the technological advances of the 21st century, and more specifically the implementation of electronic tablets in an educational setting. The use of electronic tablets compels teachers to continue their own development in their career, change their teaching methods and help students adjust to what the future holds. The aim of this research was to look at which factors affect the implementation of electronic tablets in elementary schools in Kópavogur. The research is qualitative, with semi-structured interviews conducted with school management and IT managers, in addition to a focus group interview with the electronic tablets team of Kópavogur. The interviews’ aim was to answer the thesis question: Which main factors support and discourage the implementation of electronic tablets in elementary schools in Kópavogur, according to school management, IT managers, project managers and educational counselors of the electronic tablets project? The main conclusions are in line with what scholars have to say about changes in educational work. They show that it is important to put enough resources into the project; positive leadership of managers and their support in executing the changes is crucial; peer support and support from the electronic tablet team of Kópavogur is also imperative and it is important to give teachers time and help them improve their skills in the change process. Factors that did not work well and did not support the changes in some schools were evident in the lack of support from middle managers and insufficient funding put in educational counseling, which in turn increased the burden on IT managers of the schools and reduced the support that teachers were given. The main lessons learned from the project are how important the role of school management is in the process of change and that sufficient resources must be allocated to the project so that teachers get the support needed for the changes.

Accepted: 
  • Nov 5, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31955


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sigrún_Ólöf_Ingólfsdóttir.pdf1.48 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing_Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir.pdf222.28 kBLockedYfirlýsingPDF