is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31956

Titill: 
 • Tómstundir og heimanám nemenda á yngsta stigi grunnskóla : viðhorf nemenda í þriðja og fjórða bekk í þremur grunnskólum
 • Titill er á ensku Leisure time and homework in primary school : the attitudes of students in the third and fourth grade toward homework and leisure time
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessa verkefnis er að kanna viðhorf nemenda í þriðja og fjórða bekk gagnvart heimanámi og skipulögðum tómstundum. Verkefnið byggist á megindlegri rannsókn á viðhorfum nemenda á yngsta stigigrunnskóla til heimanáms og skipulagðra tómstunda. Gagna var aflað með spurningalista sem lagður var fyrir í þriðja og fjórða bekk í þremur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Spurningalistakönnunin fór fram í mars og apríl 2018, eftir að samþykki fékkst frá skólastjóra þeirra skóla sem tóku þátt og frá þeim kennurum sem kenndu bekkjunum. Þá var tölvupóstur sendur á foreldra barna í þriðja og fjórða bekk þar sem rannsóknin var kynnt og þeim tilkynnt að ef foreldri væri mótfallið þátttöku barns síns, bæri þeim að láta vita af því með svari við tölvupóstinum. Alls tóku 255 nemendur á yngsta stigi þátt í spurningalistakönnuninni. Nemendurnir voru í þremur grunnskólum í þremur hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Við úrvinnslu gagna var notast við Excel-töflureikni.
  Rannsókninni má skipta í þrennt. Í fyrstu var kannað hvort nemendur væru í skipulögðum tómstundum. Í öðru lagi hvort tómstundirnar sem nemendur stunduðu hefðu áhrif á nám þeirra. Einnig var könnuð ánægja nemenda með tómstundirnar sem þeir stunduðu. Að lokum var skoðað hver viðhorf nemenda væru til heimanáms og þá hvað þeim fyndist skemmtilegast og hvernig þeir sinntu námi sínu. Rannsakandi vildi einnig skoða hvort gagnkvæmur skilningur væri ríkjandi á milli annars vegar tómstundakennara og hins vegar grunnskólakennara um dagskrá barnanna.
  Helstuniðurstöðurrannsóknarinnarbenda tilþessaðflestumþeimnemendum semtókuþátt í rannsókninni þyki heimanám á yngsta stigi skemmtilegt og það hjálpi þeim við að ná betri tökum á efninu. Rannsóknin bendir einnig til þess að nemendurnir séu ánægðir í sínum skipulögðu tómstundum. Það kemur einnig í ljós að almennt fá þeir góða hjálp með heimanámið, hvort sem það er frá foreldrum, systkinum eða jafnvel frá ömmum og öfum. Ánægjulegt er að nemendur fá góðan tíma til að vinna heimanámið og sá tími sem nemendur fá hjálpar þeim sem stunda skipulagðar tómstundir.
  Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að afar fáir þátttakendur stundi litlar eða engar skipulagðar tómstundir. Niðurstöðurnar sýna að viðhorf þátttakenda er einnig mjög svipað þegar skoðað er hvað þeim finnst skemmtilegast að vinna í heimanámi og í flestum tilfellum eru stærðfræði og heimalestur nefnd sem skemmtilegasta heimanámið.
  Höfundur vonast til þess að niðurstöður rannsóknarinnar reynist gagnlegar fyrir tilvonandi kennara, skólayfirvöld, grunnskólakennara og tómstundakennara nemenda í ofangreindum aldurshópum og eins aðra aldurshópa á grunnskólastigi. Bæði grunnskólakennarar og tómstundakennarar þurfa að koma til móts við þann fjölbreytta nemendahóp sem nú er í íslenskum skólum og mikilvægt er að komið sé eins fram við alla, burtséð frá getu og hæfni hvers nemanda.

 • Útdráttur er á ensku

  This essay is based on a quantitative study of elementary students in the third and fourth grade. The main focus is on their attitudes towards homework, moreover, the balance between homework and organized leisure. Data gathering was carried out by visiting three schools in the capital area and submitting a questionnaire for students to carry out. The questionnaire survey took place in March and April 2018. Before the questionnaire was submitted, each principal sent the parents information about the survey and gave them the opportunity to let their children either do the survey or refuse to do the survey. Likewise, teachers of each grade had to agree that the survey would take place in their classroom. In total, 321 students answered the questionnaire survey from three different schools in the capital area. Moreover, the schools were all in different neighborhoods, to get more variable answers because the neighborhoods are socially different. The purpose of the study was primarily to see if students participate in organized leisure time and whether the organized activities are influencing their homework.
  The purpose was also to investigate if students are happy in their leisure time they attend and what attitude the students have to their homework. The results of the research on student attitudes to both organized leisure and homework were interesting and the outcome was positive toward homework. Almost every single student takes part in organized leisure and most students were happy with how homework is organized and did not think that they had too much homework. They did not feel the need for changes in those matters, even though organized activities can sometimes affect their work in home school. This study can be of significant value for both elementary school teachers and coaches and teachers of children who teach students in their organized leisure where they are needed.

Samþykkt: 
 • 5.11.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31956


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stefanía Ósk Þ. Master 2018.pdf1.49 MBLokaður til...01.09.2023HeildartextiPDF
42833638_1159633050879357_1798737002259021824_n copysoþ.jpg720.45 kBLokaðurYfirlýsingJPG