is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31957

Titill: 
  • „Nú ertu aftur orðin Ása!“ : starfendarannsókn með leikskólabörnum samkvæmt kennsluaðferð Sérfræðingskápunnar
  • Titill er á ensku Now you´re back to being Ása!
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er greint frá starfendarannsókn sem framkvæmd var 2017–2018. Tilgangurinn var að skoða í reynd kennsluaðferðir sem kenndar eru við Sérfræðingskápu Dorothy Heathcote. Hún þróaði aðferðina í kennslu með leiklist, byggða á þátttöku nemenda. Jafnframt lá fyrir í upphafi að átta sig á hvernig og hvort höfundur þessarar ritgerðar gæti tileinkað sér kennslu með kennsluaðferðinni en hún snýr að því að nemendur fara í ímyndunarleik og á þann hátt tileinka þeir sér fyrirliggjandi námsefni. Þar sem þetta var starfendarannsókn þá beindist athyglin að sjálfri mér í kennslu með það að markmiði að efla mig sem kennara. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær helstar að Sérfræðingskápan er gagnleg aðferð til að virkja nemendur en það er einmitt megininntak þeirrar hugmyndar sem kenningin grundvallast á. Í ímyndunarleik takast nemendur á við aðstæður sem kallast á við „raunverulegar“ aðstæður í samfélaginu og þannig opnast augu þeirra fyrir því að þeir eru gerendur. Ákvarðanir þeirra hafa áhrif á framvindu og niðurstöðu. Fyrr en varir verða nemendur og kennarar orðnir sérfræðingar í þeim spennandi fróðleik sem aðalnámskrár boða. Þá leiddi rannsóknin jafnframt í ljós að kennsla samkvæmt aðferðinni krefst þess að kennari sé vel undirbúinn og skipulagður en hann þarf jafnframt að vera fær um að takast á við hið óvænta og leika af fingrum fram eins og á við í góðum jassi. Til að öðlast þekkingu og færni í Sérfræðingskápunni þarf að framkvæma hana með nemendum á vettvangi. Með aðferðum hennar gefst tækifæri til að samþætta námsgreinar. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa tilefni til að ætla að vert sé að kennarar gefi þessari kennsluaðferð tækifæri í skólastarfinu.

  • Útdráttur er á ensku

    This master thesis delves into an action research project conducted in 2017-2018. The purpose of the research was to explore the use of the teaching method – „the Mantle of the Expert” – by Dorothy Heathcote. Heathcote developed the method by using acting as a teaching method, with the students’ participation as a pivotal part of the class. Another purpose of the research was to discover whether the author could adopt the method to use in teaching and if yes, then how. The method revolves around the students themselves; they play a game of imagination and through that learn the lesson at hand. Since this was an action research I put an emphasis on myself as a teacher with the goal of strengthening myself as a pedagogue. The research findings suggest that the Mantle of the Expert is a useful method of engaging students in the classroom which is the core of the concept the teaching theory is built on. When playing imaginary games children tackle situations that mirror “real” scenarios in society and through doing that their eyes are opened to the fact that they are actors themselves. They find that their decisions affect both the progress and the outcome. Soon, both students and instructors become masters of the exciting knowledge found in the National Curriculum Guide. Moroever, by using the method teachers have a chance to integrate subjects. The findings also show that the method
    demands that the teacher is well prepared and organized. However, it is as important that the teacher using the method is able to encounter the unexpected and improvise just as a good jazz player would. To obtain knowledge and skill in using the Mantle of the Expert it is necessary to carry out the method with students in the classroom. The research showed that teachers would benefit from exploring this teaching method in their classrooms.

Samþykkt: 
  • 5.11.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31957


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA Lokaritgerð Steinunn Ólafsdóttir.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Undirrituð yfirlýsing.pdf443.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF