is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31959

Titill: 
 • Þetta er það sem ég elskaði að gera : reynsla kennara af áreitni nemenda og foreldra
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið með þessari rannsókn var að skoða hver reynsla kennara er af áreitni nemenda og foreldra og hvaða áhrif hún hefur á líðan þeirra, bæði persónulega og faglega. Rannsóknarspurningarnar sem lagt var upp með eru: Hver er reynsla kennara af áreitni foreldra og nemenda? Hver eru áhrif áreitni á líðan þeirra í starfi og einkalífi?
  Þetta er eigindleg rannsókn og fór öflun gagna fram með viðtölum við tíu kennara. Kennararnir eru allir starfandi grunnskólakennarar sem kenna við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi. Viðtölin voru tekin upp og afrituð og að því loknu þemagreind.
  Kennararnir hafa allir orðið fyrir áreitni af hendi nemenda og foreldra, allt frá því að vera hunsaðir og ögrað af nemendum til líkamlegra árása nemenda. Áreitni foreldra felst í hótunum, ógnunum og að þeir eru ósamvinnufúsir. Þar sem foreldrar eru í samstarfi við skólana er auðveldara að taka á erfiðum nemendamálum.
  Áhrifin á líðan kennara, bæði í starfi og einkalífi eru mikil. Þeir upplifa það að mikill tími fari í að leysa mál nokkurra nemenda og það hafi áhrif á kennslu og undirbúning. Þeir eru þreyttir og bugaðir og eiga litla orku eftir þegar heim er komið. Sumir þeirra hafa farið í veikindaleyfi vegna vanlíðunar og álags. Kennararnir upplifa líka mikið úrræðaleysi í skólunum og skólakerfinu til að takast á við erfiða hegðun nemenda.
  Von mín er sú að þessar niðurstöður geti varpað ljósi á starfsaðstæður kennara og verði til þess að stærri rannsóknir verði gerðar. Í þessari rannsókn kom greinilega fram að kennarar telja þau auknu verkefni, svo sem innleiðingu nýrrar aðalnámskrár, innleiðingu nýs námsmats og aðlögun að nýjum mentor, leiða til áreitni og aukins álags í starfinu.

 • Útdráttur er á ensku

  This research uses qualitative research methods with data collected by interviewing ten teachers. All of those teachers work within compulsory schools, either within the capital region or the western part of Iceland. The interviews were recorded, transcribed and analysed, in order to indendify meaningful themes from the data.
  All of the teachers had experienced harassment from pupils and parents, ranging from being shunned and provoked, to the point of being physically attacked by pupils. The harassment from parents consisted of threats, intimidation and lack of cooperation on their part. Difficult communications with parents caused pressure. In those cases where the parents actively collaborated with the school, difficult situations were easier to deal with.
  The effects on the teachers´wellbeing, both within their personal and professional lives, are considerable. They experience that a great deal of time is spent on solving the issues of a handful of pupils and that this greatly impacts their teaching as well as the time they can spend on preparing for their lessons. They feel tired and crushed, with little energy to spare once they get home. Some of them have had time off on sick leave due to feeling miserable and pressurised. The teachers also experience a lack of resources in dealing with such situations within the schools and the educational system when it comes to dealing with challenging behaviour from pupils.
  My hope is that these results can shed a light on the working conditions of teachers and lead to more extensive research being conducted in this area. This research clearly illustrates that teachers consider the increased workload such as the implementation of the new national curriculum, implementation on new assessment standards and getting to grips with the new format of the Mentor data system, to lead to hassle and increased pressure within their professional environment.

Samþykkt: 
 • 5.11.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31959


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaútgáfa Sveinfriður Olga 27 ág 2018.pdf1.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf258.19 kBLokaðurYfirlýsingPDF