is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3196

Titill: 
  • Baráttan um hvalinn : að skjóta eða njóta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefninu í heild sinni var ætlað draga saman ágreiningsefni hvalaskoðunarmanna og hvalveiðimanna og stuðla að bættri ímynd beggja aðila í þeirri baráttu um auðlindirnar sem hvalirnir eru. Farið er í uppruna hvalsins og séreinkenni til að lýsa betur hans stað í lífríkinu og hvernig hann hefur þróast. Þar eru sérstaklega teknar fyrir hrefnan og langreyður sem hafa verið mest veiddu hvalirnir við Ísland. Einnig var hnúfubakurinn tekinn fyrir vegna áhuga fólks á að nýta hann. Farið er yfir sögu hvalveiða og hvalaskoðunar á Íslandsmiðum. Byggt var á fyrirliggjandi gögnum þegar skrifað var um helstu hvali hér við land, útbreiðslu þeirra og ástand stofna. Náð var í frumgögn með því að búa til staðlaða spurningalista um helstu málefni þessa hópa. Spurningunum var beint að hópi þekktra hvalveiði- og hvalfriðunarsinna til að fá sem besta mynd af ástandinu og mögulegum lausnum.
    Niðurstöður leiddu í ljós að helstu mál beggja aðila voru verndun hvalveiðanna og hvalaskoðunarinnar. Báðir aðilar vildu fá aðhald stjórnvalda til að miðla málum en hvorugur aðilinn var tilbúinn að gefa eftir. Hertar reglur í hvalveiðum, hvalaskoðun og friðun hvalaskoðunarsvæða var efst á baugi. Hvalfriðunarsinnar voru með áhyggjur af efnahagslegu tapi vegna hvalveiðanna og fækkun hvala á hvalaskoðunarsvæðunum vegna veiðanna. Ímyndin sem hvalurinn hefur erlendis gæti einnig dregið úr sölu á íslenskum vörum og ferðamannastraum til landsins. Hvalveiðimenn voru hinsvegar ekki á því að það hefði mikil áhrif heldur frekar tímabundin. Þeir gagnrýna kröfur hvalaskoðunarmanna um stærð friðunarsvæða í kringum landið. Helst var samt greint á um hvar línur friðunarsvæða ættu að liggja. Niðurstöður voru þær að bæta þurfti regluverkið í kringum bæði hvalaskoðun og hvalveiðar. Setja þyrfti upp ákveðið verndunarsvæði með tilsjón af takmörkunum hvalaskoðunarbátanna og hegðun hrefnunar til að lágmarka hættu á árekstri beggja aðila. Finna þarf leið til að mæla og reikna út áhrif hvalveiða á efnahagslífið.

Samþykkt: 
  • 13.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3196


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Barattan_um_hvalinn.pdf8.64 MBOpinn"Baráttan um hvalinn, að skjóta eða njóta" -heildPDFSkoða/Opna