is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31961

Titill: 
 • Margar leiðir að sama svari : fjölbreytt stærðfræðikennsla á yngsta stigi
 • Titill er á ensku Many ways to the same solution
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar var að prófa og þróa fjölbreyttar leiðir í stærðfræði með nemendum á yngsta stigi. Ritgerðin byggir á starfendarannsókn þar sem ég skoða mismunandi leiðir við stærðfræðikennslu í öðrum bekk. Með því að prófa fjölbreyttar leiðir þá er ég að skoða hvernig ég geti mætt þörfum allra nemenda með mismunandi nálgun. Rannsóknin var framkvæmd vorið 2018. Gögnum var safnað með vettvangsathugun þar sem ég skráði mjög nákvæmlega hugleiðingar mínar niður, eftir þær kennslustundir sem ég nýtti fjölbreyttar kennsluaðferðir. Rannsóknardagbók var helsta mælitækið í rannsókninni. Leitast var við að svara því hvernig höfundur gæti þróað og nýtt mismunandi kennsluaðferðir við stærðfræðikennslu barna á yngsta stigi.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að almenn ánægja er meðal nemenda þegar þeir prófa nýjar aðferðir í stærðfræðinámi. Fjölbreyttar kennsluaðferðir sem gefa nemendum tækifæri til að prófa ólíkar námsleiðir, henta vel ólíkum nemendahópi. Þegar fjölbreyttar kennsluaðferðir voru notaðar við kennslu urðu tímarnir skemmtilegri og kennarinn náði betri árangri og meiri nálgun. Samræður urðu meiri eftir því sem leið á vorið og samvinna efldist. Hópastarf virkaði vel og gaf nemendum tækifæri til meira sjálfstæðis í vinnubrögðum.
  Að mínu mati er það ávinningur bæði kennarans og nemenda að nota fjölbreyttar aðferðir við kennslu á yngsta stigi. Ég sem kennari fann fyrir meira öryggi við kennsluna og eftir því sem leið á tímann náði ég betri tökum á að nýta mér þær aðferðir sem ég hafði kynnt mér. Ég mun halda áfram að þróa og prófa nýjar leiðir við stærðfræðikennslu og nýta mér margvíslegar kennsluaðferðir sem námsleið í stærðfræði.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to examine and develop various methods of teaching mathematics at primary level. The study is based on an action research, where I explore different approaches of teaching mathematics in second grade in primary school. By applying different teaching methods, I am trying to be able to meet the learning needs of all students in the class. The action research was carried out in the Spring term 2018. Data collection was built on field observation, where I made detailed notes of what I observed in the classroom while conducting various teaching methods. The main instrument of the study was a research journal. The focus was to examine how to use different approaches for teaching math to young children.
  The results of the research indicate, that students were generally pleased with trying out new strategies for solving math problems. Various teaching methods seem to be very suitable in a diverse classroom. The lessons were more engaging and enjoyable, the teaching was more effective and the students were more involved. As time passed there was an improved cooperation among the students and they also participated more in the classroom dialogue. Group work was a success as it allowed the students to be more independent in solving their assignments.
  In my opinion, it is equally benefitting for both the teacher and the student, when a variety of teaching strategies are implemented at a primary level. The students seemed content with the math lessons and eager to take on new challenges. The results of this study suggest that different methods of teaching are effective when teaching mathematics. As a teacher, I will continue to apply various approaches for math education in order to reach out to as many students as possible.

Samþykkt: 
 • 5.11.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31961


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margar leiðir að sama svari - Tinna Arnardóttir.pdf10.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Tinna Arnardóttir.jpg1.16 MBLokaðurYfirlýsingJPG