is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31962

Titill: 
  • Markþjálfun og velfarnaður í skólastarfi
  • Titill er á ensku Coaching and well-being in schools
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á upplifun og reynslu markþjálfa af því að nota markþjálfun í skólastarfi og fá innsýn í hvernig þeir telja sig geta notað aðferðir markþjálfunar í starfi. Auk þess var skoðað hvort þeir telji að markþjálfun í skólastarfi geti eflt velfarnað og sjálfræði nemenda sem og lærdómssamfélag skólans. Lögð var áhersla á hver reynsla og upplifun viðmælenda er á því að hafa öðlast markþjálfafærni og hverju það hefur breytt í starfsháttum og samskiptahæfni þeirra. Einnig var skoðað hvernig markþjálfun fléttast inn í skipulag skólanna og hverjar væru hugmyndir og framtíðarsýn viðmælenda um markþjálfun í skólastarfi. Auk þess var litið var til hvort að markþjálfun geti aðstoðað við að mæta kröfum Aðalnámskrár um einstaklingsmiðað nám. Eigindleg aðferð var notuð við bæði gagnaöflun og úrvinnslu gagna. Tekin voru viðtöl við átta markþjálfa sem allir hafa reynslu af markþjálfun ungmenna og í skólastarfi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að með því að öðlast markþjálfafærni hafa starfshættir viðmælenda breyst og upplifa þeir bætta samskiptahæfni sem nýtist þeim vel í samskiptum við nemendur. Litið var til hvernig markþjálfun er að fléttast inn í skólaskipulagið en það er í formi lotukerfis, sem hluti af lífsleikni eða sem valfag innan skólans. Einnig voru viðmælendur að bjóða uppá einkamarkþjálfun og hópamarkþjálfun og voru þeir sammála um að megin forsenda árangursríkrar kennslu sé að nemendur sæki markþjálfun á eigin forsendum. Viðmælendur voru allir sammála því að markþjálfun reynist vel sem stuðningur við aukið sjálfræði og eykur sjálfsábyrgð og jafnframt aðstoðar aðferðin við að mæta kröfum um einstaklingsmiðað nám í skólastarfi. Hugmyndir og framtíðarsýn viðmælenda kom fram í mikilvægi þess að hafa hana sem viðbót við stoðþjónustu skólanna og sem forvarnartæki varðandi andlega og líkamlega velferð nemenda. Auk þess var talið mikilvægt að markþjálfun væri hluti af skólaþróun og starfsþróun kennara og væri því aðferð sem styrkir kennara og gerir þá um leið hæfari til að taka þátt í lærdómssamfélagi skólanna. Aðferðin gæti komið í veg fyrir kulnun og eflt starfsfærni kennara.

  • Útdráttur er á ensku

    The main goal of the study was to throw a light on the experience of coaches who are using coaching in schools, as well as on how they think they can use the method in school work. It was examined whether coaching in school work can enhance the well-being and student autonomy as well as the professional learning community. The focus was placed on the coaches experience of gaining the coaching skills and the changes in their work and communication skills. Furthermore it was looked at how coaching is falling in to the structure of schools, and what are the coaches ideas and future vision regarding coaching. In addition it was looked at if coaching can assist in meeting the requirements of The Icelandic national curriculum for compulsory school for appropriate education. Quantitative approach was used when gathering and analyzing the data. Eight interviews were taken with coaches, all of them whom had previous experience of coaching adolescents in schools. The results of the study suggest that by gaining coaching skills, the coaches experience changes in their practices and improved communication skills that are useful to them in communicating with students. Coaching is interwoven into school work in many ways, as a part of school periods, life-skills class or as an elective class within the school. Also, the coaches offered private coaching and group coaching and agreed that the main prerequisite for effective coaching is that students attend coaching on their own premises. Coaching proves to be a support for autonomy and self-determination, while supporting differentiated instruction in school work. The future of coaching is highlighted in the importance of having it as an addition to school support services and as a preventive tool for physical and mental well-being of students. Furthermore, it was important for the coaches that coaching was part of the school development and professional development of teachers, thus making them more qualified to participate in enhancing the professional learning community of the schools. The method could prevent teachers burn-out and increase their working skills.

Samþykkt: 
  • 5.11.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31962


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-Yrja Kristinsdóttir-Markþjálfun og velfarnaður í skólastarfi.pdf486.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-Skemman-Yrja.pdf140.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF