is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31965

Titill: 
 • Núvitundariðkun í leikskóla : unnið með aðferðir núvitundar til að auka vellíðan barna í leikskólastarfi
 • Titill er á ensku Mindfulness in kindergarten : using the ways of mindfulness to enhance childrens well-being in kindergartens
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í verkefni þessu er skoðað hvernig megi nota aðferðir núvitundar til að efla gæði hádegissamveru í leikskólastarfi. Kveikjan að verkefninu varð haustið 2016 í litlum leikskóla úti á landi þegar starfsmenn urðu varir við álagspunkta í hádegissamveru. Var ákveðið að bregðast við þeim aðstæðum með námsefni sem heitir Hugarfrelsi og byggir á núvitundarkennslu og jákvæðri sálfræði. Tilgangur rannsóknarinnar er að börn á leikskólum öðlist meiri ró, betri sjálfsstjórn og nái aukinni einbeitingu í kjölfar þess að þau fái markvissa núvitundarkennslu. Markmið verkefnisins er tvíþætt. Í fyrsta lagi að skoða hvernig ég og samstarfsfólk mitt getum skapað umhverfi og tækifæri, bæði fyrir börn og kennara, til að ná innri ró í gegnum aðferðir núvitundar. Í öðrum lagi, að skapa börnunum tíma til að slaka á í amstri dagsins og njóta núverandi stundar án þess að þurfa að hugsa um neitt annað. Rannsóknarspurning mín er: Hvernig er hægt að skapa umhverfi og tækifæri fyrir börn og kennara í leikskóla til að ná innri ró með aðferðum núvitundar. Þeim gögnum sem var safnað við rannsókn þessa eru skráningar, viðtöl, myndbönd, fundargerðir og önnur fyrirliggjandi gögn. Einnig hélt ég rannsóknardagbók sem reyndist dýrmætt verkfæri við úrvinnslu gagnanna
  Margar áskoranir mæta kennurum í daglegu starfi á leikskólum og getur umbótastarf reynst snúið við innleiðingu þar sem margir áhrifaþættir eru til staðar á leikskólum sem geta haft áhrif á innleiðingu nýrra áhersla. Niðurstöður þessa verkefnisins benda til þess að núvitundarkennsla getur nýst til að skapa ró meðal barna, til að auka vellíðan þeirra, geti styrkt tengsl á milli starfsmanna og barna og að starfsmenn geti nýtt núvitundaráherslur fyrir sig sjálfa í amstri daglegs starfs í þeim tilgangi að finna innri ró og koma reiður á tilfinningar sínar.

 • Útdráttur er á ensku

  In this thesis I explore the ways in which mindfulness can be implemented in order to enhance childrens well-being and the quality of teaching lessons. This research began in fall 2016 in a little kindergarten in a small town on the country side. It all began when the staff of that particular kindergarten felt the intensivity of the time around lunch. In response to that stressfull time the staff began to teach mindfulness and positive psychology to the children through an Icelandic book called Hugarfrelsi.
  The purpose of the study is for the children to achieve more peace, better self-control and enhanced concentration following a scheduled mindfulness lesson. The aim of the study is twofold. First, it is to examine how I and my co-workers can use the emphasis of mindfulness to create surroundings and opportunity for both children and teachers to reach inner peace. Second, to create space for the children to have some quality time for relaxing in an otherwise busy curriculum and enjoy the passing moment without having to think or stress themselves about anything else. The research question guiding this study is: How can I and my co-workers create a surrounding and opportunity for the children and other teachers to reach inner peace and concentration using the ways of mindfulness? Date collected for this study are: interviews, videorecordings, and other documentations. I also held a research diary where I recorded my thoughts, feelings, and observations of what I saw happening surrounding the implementation of the mindfulness.
  Kindergarten teachers face many challenges in their daily work and all work for improvements can be challenging in implementation. There are many factors that affect how work within kindergartens gets done like the findings of this thesis indicate.
  The findings of this study indicate that mindfulness teaching can be usefull in creating peace amongst the children and to enhance their well-being. The results also indicate that mindfulness teaching can enhance the bond between teacher and students. Staff can also use the ways of mindfulness for themselves to reach inner peace and collect their emotions.

Samþykkt: 
 • 5.11.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31965


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-yfirlysing.pdf306.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF
meistaraverkefni_lokaskil_SylviaOskRodriques.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna