is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31966

Titill: 
 • Millibitar fyrir börn : myndbönd sem kennslutæki
 • Titill er á ensku Snacks for kids : videos as a teaching tool
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Greinargerðinni og myndböndunum er ætlað að fræða fólk um millibita og útskýrt verður hvað millibiti er og hvað börn velja að borða á milli mála. Ákveðið var að nota myndbönd sem kennslutæki með því að miðla þekkingu í gegnum Alnetið og sýndu niðurstöður að stutt og hnitmiðuð myndbönd skiluðu mestum árangri. Kennslumyndböndin eiga að vera auðveld og henta börnum á miðstigi, en áður hefur verið sýnt fram á gagnsemi slíkra myndbanda. Millibitar geta verið auðveldir undirbúnings og börnin hjálpað til. Einnig er kjörið tækifæri fyrir þau að fræðast í leiðinni um matvæli, hreinlæti og næringarefni og á sama tíma æfa þau sig í að vinna saman og læra að axla ábyrgð. Millibitar eru oftast það fyrsta sem börn læra að útbúa heima. Góðar ráðleggingar, fyrirmyndir og jákvætt viðhorf gagnvart fæðu og máltíðum er smitandi og getur hvatt nemendur til að smakka nýjar fæðutegundir (Livsmedelsverket 2013). Niðurstöður greinagerðarinnar leiða í ljós að sýnikennsla virkar mjög vel þegar ákveðin viðfangsefni eru tekin fyrir. Sýnikennslumyndböndin eru hugsuð til að nýtast bæði foreldrum/forráðamönnum og börnum og ætluð til að ýta undir fjölbreytta valkosti við fæðuval. Myndböndin eru til þess fallin að kveikja hugmyndir og sýna hvað er hægt að gera til að millibitar verði fjölbreyttir og hollir. Ekki eru til sambærileg íslensk kennslumyndbönd og þau ættu að gagnast fjölskyldum eða geta nýst í heimilisfræðikennslu, til dæmis sem innlögn heimaverkefna. Myndböndin eru 15 talsins og hugað var að skammtastærð og næringarinnihaldi matvælanna með diskinn að leiðarljósi. Markmiðið með verkefninu, sem lýst er í þessari greinargerð, er gerð kennslumyndbanda sem sýna hvernig hægt er að útbúa hollt, næringarríkt og auðvelt millimál fyrir börn eftir skóla. Börn grípa gjarnan í orkuþéttan mat með lítilli næringu á þeim tíma, svo sem kex og sætabrauð, skyndinúðlur, snakk, sælgæti og sykraða gos- og svaladrykki. Markmiðið er að gera börnum kleift að fara eftir uppskriftunum á auðveldan hátt og að fljótlegt sé að útbúa millibitana. Myndböndin eiga ekki aðeins að gefa hugmyndir að millimáli heldur efla verkkunnáttu, auka áhuga og hvetja börn til að bjarga sér sjálf eftir skóla. Greinagerðin lýsir þeirri vinnu og aðferðum sem liggja að baki myndbandagerðinni, auk þess sem fræðilegur bakgrunnur tengdur viðfangsefninu er kynntur.

 • Útdráttur er á ensku

  The article and videos purpose are to educate people on snacking and explain specifically what snacking is and what children decide to consume between meals. Research shows that short educational videos can improve a student’s academic performance, therefore the use of videos as an education tool shared through the internet is ideal. The videos should be easily understood by children from the age of 10 to 13 years old. Videos such as these have worked well in the past. Children can assist in making snacks and its perfect opportunity for them to learn about food, cleanliness and nutrition while practicing working together and learning responsibility. Snacks are often the first thing that children learn to make at home. Good advice, role models and a positive attitude towards food and meals can be intoxicating and motivate students to try new unexplored food (Livsmedelsverket 2013). Results shown in the article show that using video demonstrations works very well when specific topics are being addressed. The video demonstrations are thought to be beneficial to both the parents/guardians as well as children and is supposed to increase the variety of choice when it comes to food. The objective with the videos is to spark ideas and show how snacks can be healthy and that there’s a variety of different types snacks to choose from. There are currently no Icelandic educational videos such as these to compare to, but they should while being useful to families also be useful in teaching home economics, for example for homework purposes. The videos are 15 in total and their guiding principle is to focus on portion sizes as well as the nutritional value of each meal. The goal of this project is to assist in the making of educational videos that show how to make healthy, nutritious and easy to make snacks after school. Children often just grab anything near them, which usually is packed with energy but little to no nutritious value such as cookies and white bread, instant noodles, chips, candy and or sweet drinks. The goal is to allow children to follow simple recipes and quickly be able to make their own healthy alternative between meals snack. The videos are not only supposed to educate the children about snacking but also increase their interest and the ability to be more independent after school. This article will shed a light on the inner workings and methods used in the videomaking process as well as introducing the educational background connected to the subject. By using a storyboard and guide, working and shooting the videos became much easier. The videos were all rendered using the program iMovie.

Tengd vefslóð: 
 • https://youtu.be/rdadF3FkP6Y
 • https://youtu.be/cAWZN6j75ag
 • https://youtu.be/HAgKpFeTQAE
 • https://youtu.be/mWIgJ51S84Q
 • https://youtu.be/YRNDawO7vSo
 • https://youtu.be/iMpx8aI1vl4
 • https://youtu.be/Vcq5tYiE-H0
 • https://youtu.be/D4ZzIm41flw
 • https://youtu.be/eDxzs2noGGI
 • https://youtu.be/kFRAip9W3Xg
 • https://youtu.be/l2YdLJ2d_10
 • https://youtu.be/Q_r0AhNlDgY
 • https://youtu.be/aFc4vBoSeyM
 • https://youtu.be/9A1x-DWrbRU
 • https://youtu.be/OC1qgPFYjIg
Samþykkt: 
 • 8.11.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31966


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKARITGERÐ RAKEL SKEMMA 2.pdf3.09 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_RakelOsk_Skemma (00000002).pdf850.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF