is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31968

Titill: 
 • „Ég er engin mannæta“. Útvarp á mörkum listar og raunveruleika
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari greinargerð er farið yfir það vinnuferli sem stóð að baki útvarpsþættinum Ég er engin mannæta sem fjallaði um OCD og áhrif þess á líf einstaklinga. Ég fer á ansi persónulegum nótum í gegnum vinnuferlið og stikla á stóru hvernig útvarpsmiðillinn spilaði sinn þátt í að gera efnið leikrænt, fullt af dulúð og umfram allt náið hlustendum. Ég vildi nýta formið til að tæla hlustendur inn í þáttinn án þess að gefa upp um hvað hann fjallaði strax. Hlustendur urðu þannig að virkja heyrnina og sjá með ímyndunaraflinu. Hver efnisbútur leiddi af öðrum og ávallt lá að baki von dagskrárgerðarkonunnar að saga þáttarins myndi auka samkennd og skilning fyrir geðsjúkdómum í samfélaginu.
  Þátturinn er eins konar samsuða útvarpsleikhúss og raunveruleika en sagnahefðin spilar þar einnig stórt hlutverk. Þáttastjórnandi fer hér yfir hinar ýmsu hugmyndir um útvarpið, bæði sem listform og sem miðlun á staðreyndum og raunveruleika. Niðurstaða greinargerðar er engin sérstök en ef hún ætti að vera einhver þá er hún óður til útvarpsins og allra þeirra möguleika sem það hefur upp á að bjóða. Útvarpið gefur möguleikann á að listin og raunveruleikinn sameinist í eina órjúfanlega eind. Það eina sem kona verður að gera er að virkja ímyndunaraflið.

 • Útdráttur er á ensku

  In this report I dive into the work that went into creating the radio show I am not a cannibal (Í. Ég er engin mannæta) in which the mental illness OCD is at the forefront. It is a rather personal report that highlights my personal thoughts on the radio as a medium and how it can be used to mediate a certain reality using an artistic way of representation. Storytelling and radio drama play an important part in creating an atmosphere that is supposed to seduce the audience and make it so that they are interested in the show from the very beginning. Instead of explaining what is about to happen and what comes next every little part of the show is connected and the story is woven in with facts about the disease.
  The audience are a big part of creating the story and are, in a way, an important factor in making the story come to life. The imagination and their minds eye are the audience’s way of taking part in the storytelling. This was seen as a way to increase understanding and empathy towards mental illness and help the audience put themselves in the shoes of people that are living with OCD. There is no real conclusion to this report other than the fact that in my opinion the radio is the perfect medium to blend together reality and art. The only thing it requires is the imagination and an audience that is prepared to take part in the making of the story.

Samþykkt: 
 • 14.11.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31968


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF Greinargerð í sniðmáti Erna Agnes. LOKAEINTAK.pdf458.36 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Skemman. Lokaþáttur. Ég er engin mannæta..mp373.43 MBOpinnÚtvarpsþáttur á mp3 formi.MPEG AudioSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing undirrituð.pdf175.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF