is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31969

Titill: 
  • Afdrif og lífsgæði kvenna eftir nám í Kvennasmiðju
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kvennasmiðjan er endurhæfingarúrræði sem unnið er í samstarfi við velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Tryggingastofnun ríkisins. Úrræðið er hugsað fyrir einstæðar mæður sem eiga við langvarandi félagslega erfiðleika að stríða. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera í erfiðleikum með að fóta sig á vinnumarkaði og/eða í námi vegna félagslegra aðstæðna sinna. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að kanna afdrif og lífsgæði kvenna sem stunduðu nám í Kvennasmiðju á árunum 2012–2017. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð við gagnaöflun og úrvinnslu gagna, þar sem staðlaður spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur símleiðis. Alls tók 51 einstaklingur þátt og svarhlutfall rannsóknar var 55%.
    Helstu niðurstöður voru þær að meirihluti þátttakenda sem luku úrræðinu taldi að lífsgæði sín hefðu aukist eftir að hafa stundað nám í Kvennasmiðjunni og þótti námið gagnlegt. Árangur af úrræðinu var meiri hjá þeim þátttakendum sem luku því en hjá þeim sem luku því ekki. Meirihluti þátttakenda eru öryrkjar, bæði meðal þeirra sem luku náminu og þeirra sem luku því ekki. Talsvert fleiri af þeim sem luku Kvennasmiðjunni eru í námi eða vinnu í samanburði við þær sem luku ekki úrræðinu. Þátttakendur sem luku úrræðinu voru líklegri til að fara í áframhaldandi nám eftir Kvennasmiðju, eða 44%, en aðeins 13% þátttakenda sem luku ekki úrræðinu fóru í áframhaldandi nám. Rúmlega helmingur þátttakenda sem luku úrræðinu taldi Kvennasmiðjuna hafa aukið tækifæri þeirra á vinnumarkaðnum og bætt félagslega stöðu þeirra. Hins vegar taldi meirihluti þátttakenda sem luku ekki úrræðinu að Kvennasmiðjan hefði ekki aukið tækifæri þeirra á vinnumarkaðnum og að félagsleg staða þeirra hefði ekki batnað. Flestir þátttakendur sem luku úrræðinu töldu að námið í Kvennasmiðjunni hefði styrkt sjálfsmynd þeirra og tæpur helmingur þeirra sem luku ekki úrræðinu var á sömu skoðun.

Samþykkt: 
  • 15.11.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31969


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf303.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Afdrif og lífsgæði kvenna eftir nám í Kvennasmiðju.pdf1.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna