is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31971

Titill: 
  • „Þetta er sárt fyrir okkur líka“. Líðan systkina og reynsla af stuðningi í kjölfar skyndilegs systkinamissis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í reynslu einstaklinga sem misst hafa systkini með skyndilegum hætti. Áhersla var lögð á að skoða líðan eftirlifandi systkina, hvernig stuðning þau fengu, hvaða aðstoð gagnaðist þeim helst við sorgarúrvinnsluna og hverju þau teldu ábótavant. Þá var leitast við að tengja upplifun systkinanna við þær kenningar og rannsóknir sem settar hafa verið fram á þessu sviði.
    Rannsóknin var framkvæmd með eigindlegum hætti þar sem sú aðferð er oftast notuð til að veita innsýn í reynslu og sjónarhorn einstaklinga. Tekin voru viðtöl við sex viðmælendur sem voru á aldrinum 18 til 63 ára. Viðmælendur áttu allir sameiginlega reynslu af því að hafa misst systkini á skyndilegan hátt.
    Rannsóknin er fyrsta sinnar tegundar hér á landi svo vitað sé og taldi rannsakandi því mikilvægt að vekja athygli á upplifun og reynslu þessa hóps enda sýna erlendar rannsóknir fram á að eftirlifandi systkini séu hópur sem gleymist gjarnan þegar unnið er úr áföllum.
    Niðurstöður sýna fram á mikilvægi þess að veittur sé viðunandi stuðningur þegar um djúpstætt áfall eins og systkinamissi er að ræða. Ekki eru allir á sama máli um það hverskonar stuðningur og úrræði gagnast systkinum best enda hafa þarfir þessa hóps lítt verið kannaðar hvað varðar árangursrík úrræði. Þó hafa rannsóknir bent á að þörf er á stuðningi og faglegri aðstoð sem getur verið í formi ráðgjafar og sorgarmeðferðar. Bjargráðin felast að miklu leyti í stuðningi foreldra og samferðafólks.
    Lykilorð: Systkinamissir, áföll, sorg, sorgarferli, sorgarúrvinnsla, bjargráð, stuðningur.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of the study was to gain an insight into the experiences of people who have suffered the sudden loss of a sibling. The emphasis was placed on looking into the state of mental health of the surviving siblings, the kind of support received, which kind of support was deemed most effective during the grieving process, and which kind was found to be ineffective. It was tried to establish a connection between the siblings‘ experiences and the theories and research methods which have been launched in this field.
    The study was conducted using a qualitative approach, since this approach is commonly used to gain an insight into individuals‘ experiences and points of view. Qualitative interviews were taken with six people, aged 18-63, who all had lost a sibling unexpectedly.
    This study is the first of its kind in Iceland, to the best of this author's knowledge, and the researcher found it very important that their experiences would get support, because foreign research reveals that surviving siblings are a group that is often forgotten during the grieving process.
    Results show the importance for sufficient support when going through such a great trauma that losing a sibling is. There is no common agreement on which kind of support or solution is the best for the siblings, as this is a group who has not been studied at great length when it comes to their needs during the grieving process. However, research has pointed out that there is a definite need for support and professional assistance, which can be both consultation and grief counseling. The best help is the support of parents and the people closest to you.
    Key words: Loss of a sibling, shock, grief, grieving process, help, support.

Samþykkt: 
  • 19.11.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31971


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing.jpg74.15 kBLokaðurYfirlýsingJPG
JúlíaMAloka.pdf1.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna