is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31972

Titill: 
  • Sjálfsvígstilraunir ‒ Hverjir og af hverju? Áhrif félagslegrar stöðu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um sjálfsvígstilraunir í íslensku samfélagi með það að leiðarljósi að komast að því hvort ákveðinn hópur fólks sé í meiri sjálfsvígshættu en annar, hvað einkennir þann hóp og hvort félagsleg staða þeirri hafi áhrif á félagsleg vandamál. Rannsóknin var framkvæmd á tilviljunarúrtaki sem samanstóð af 300 skráðum sjálfsvígstilraunum einstaklinga 18 ára og eldri úr Nomesko-skráningarkerfi Landspítalans‒Háskólasjúkrahúsi á árunum 2007‒2017. Rannsóknargögnin voru fyrirliggjandi gögn er vörðuðu bakgrunnsupplýsingar einstaklinganna og einnig var gerð innihaldsgreining á sjúkraskrám þeirra til þess að kortleggja félagslega stöðu þeirra. Niðurstöðurnar eru birtar sem lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði til þess að svara hvort ákveðnir þættir hafi forspárgildi. Notast var við SPSS-tölfræðiforritið til að lýsa úrtakinu, bakgrunni þess, félagslegri stöðu, geðgreiningum og félagslegum vandamálum. Að auki voru krosstöflur framkvæmdar í SPSS og kí-kvaðrat marktektarpróf. Þegar gagnagreiningu var lokið samanstóð safnið af 23 breytum sem snertu bakgrunn, geðgreiningar og félagslegar greiningar. Helstu niðurstöður sýndu fram á að konur á aldrinum 20 til 25 ára með litla menntun, í starfi eða á örorku og greindar með einhvers konar geðröskun og þá einna helst lyndisröskun eða vímuefnaröskun greindust almennt í áhættuhóp. Konurnar áttu flestar í félagslegu vandamáli sem tengdist húsnæði og efnahag eða tengt félagslega umhverfi sínu.
    Lykilorð: Sjálfsvígstilraun, félagslegir þættir, geðgreiningar, félagsleg staða, félagsráðgjöf.

  • Útdráttur er á ensku

    This research is about suicide attempts in the Icelandic community with the goal to find out if there is a certain group that is in a greater suicide risk than others. Also, to find out what defines this groups social status and if it influences their social problems. The research was performed on random sampling that included 300 registered suicide attempts, from the year 2007 to the year 2017 of, people 18 years and older according to Nomesko register system that the Landspítalinn-Háskólasjúkrahús uses. The research documents were a database that included the people’s background and a quantitative content analysis on their hospital files was also done to map out their social status. The findings are introduced with both descriptive and statistical inference to find out if certain factors have a more significant effect than other factors. The researcher used SPSS-statistic software to analyze the sampling, their background, social status, psychiatric diagnosis, and social problems. Additions to analyzing data cross tables and significant test were made. When the data analysis has concluded, the research documents had 23 variables that included information on people´s background, their psychiatric diagnosis, and their social diagnosis. Main findings were that women in the age of 20 to 25 with limited education, in a job or with a disability compensation and diagnosed with psychiatric disorder probably depression or substance abuse problem were in a high risk for a suicide attempt. The most common social problem that those women had, was regarding housing and finance or problems concerning their social environment.
    Key words: Suicide attempt, social problems, mental diagnosis, social status, social work.

Samþykkt: 
  • 19.11.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31972


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing sigþrúður.pdf15,39 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaskjal pdf Sigþrúður Birta Jónsdóttir.pdf1,19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna