is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31973

Titill: 
  • Veik grannmynstur á Banach rúmum
  • Titill er á ensku Weak Topologies on Banach Spaces
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Við byrjum á að skilgreina veika og veika* grannmynstrið og kynnast grundvallareiginleikum þeirra. Sérstök áhersla verður lögð á þjappleika. Við sönnum setningu Banachs og Alaoglu um að einingarkúla tvírúms sé þjöppuð í veika* grannmynstrinu og svo kynnumst fleiri áhugaverðum eiginleikum veika og veika* grannmynstursins. Við skoðum sjálfhverf Banach rúm og sönnum setningu Milman og Pettis um að Banach rúm sem eru kúpt í jöfnum mæli séu sjálfhverf. Við sönnum ójöfnur Clarkson til að sýna að \(L_p\) rúmin, \(1 < p < +\infty\), séu kúpt í jöfnum mæli og þar með að þau séu sjálfhverf. Eins sönnum við að Hilbert rúm séu sjálfhverf með því að sýna að þau séu kúpt í jöfnum mæli. Loks verða tengsl sjálfhverfu og þjappleika skoðuð. Við sönnum setningu Kakutani, setningu Eberlein og Šmulian og gerum stuttlega grein fyrir hagnýtingu.

Samþykkt: 
  • 19.11.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31973


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs_verkefni.pdf523,6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
kvittun_skil.pdf562,14 kBLokaðurYfirlýsingPDF