is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31974

Titill: 
  • „Ég er bara eitt áfall“: Reynsla og upplifun heimilislausra kvenna sem nota vímuefni í æð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á áfallasögu kvenna sem hafa verið heimilislausar og notað vímuefni í æð. Markmið hennar er þar að auki að heyra upplifun kvennanna á því hvernig þær þróuðu með sér vímuefnaröskun með tilliti til áfalla. Jafnframt er leitast eftir upplifun kvennanna á úrræðum og meðferðum við vímuefnavanda og skoðunum þeirra um hvað þarf að bæta til þess að mæta þörfum þeirra. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru viðtöl við sex konur. Þær eiga það sameiginlegt að hafa verið heimilislausar með vímuefnavanda og að eiga áfallasögu að baki. Þegar viðtölin voru tekin voru þrjár þeirra heimilislausar í virkri vímuefnanotkun en þrjár í bata. Konurnar eru frá aldrinum 24-47 ára og eru allar með lögheimili skráð á Reykjavíkursvæðinu. Viðtölin voru tekin í október og nóvember árið 2018.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að konurnar áttu það sameiginlegt að finna fyrir vanlíðan, bæði fyrir og eftir áföll og að vera með lágt sjálfsmat. Allar höfðu verið í kringum mikið ofbeldi og verið beittar ofbeldi. Konurnar áttu það sameiginlegt að nota vímuefni til að deyfa vanlíðan sína og greindu flestar frá stjórnleysi frá byrjun. Fordómar og stimplun höfðu mikil áhrif á þær sem endurspeglaðist í sjálfsmynd þeirra. Konurnar voru einróma um að þjónusta við þær þyrfti að vera einstaklingsbundin og til langtíma, hvort sem það væru úrræði eða meðferðir þar sem mikil sjálfsvinna færi fram. Þær töldu þar að auki vera jafn mikilvægt að þær mættu virðingu og skilningi af hálfu þeirra sem standa að þjónustunni þar sem hagur þeirra væri virkilega borinn fyrir brjósti og þeim mætt á jafningjagrundvelli. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að heimilislausar konur með vímuefnavanda og áfallasögu að baki hafa ólíkar þarfir sem þarf að mæta á heildrænan hátt. Þær sýna einnig fram á mikilvægi þess að bæta úrræði og meðferðir til þess að veita konunum þá aðstoð og þjónustu sem þær þurfa ásamt því að bæta viðmót þeirra sem veita þjónustuna.
    Lykilorð: konur, áföll, vímuefnavandi, heimilisleysi, úrræði, meðferðir.

  • Útdráttur er á ensku

    This research paper takes a close look at the history of six women that have experienced homelessness and been addicted to intravenous drugs. The object is to learn how they developed their drug addiction in connection to traumas in their lives. Furthermore, this paper aims to analyze their collective experiences with different therapies and resources on offer to treat their drug problem, as well as examining their own opinion on what needs to be improved so that their needs can be met. The research was conducted by taking interviews under the guidelines of qualitative research. At the time of the interviews, three of the women were still homeless and using drugs but the other three were in recovery. The women were 24 to 27 years old and were all residents of Reykjavík, Iceland. The interviews were taken in October and November of 2018.
    The interviews revealed that these six women all experienced negative feelings prior to and following trauma in their lives, resulting in low self-esteem. They have all been in abusive relationships where violence is a dominating factor. All six of them developed a drug habit in order to escape from their anxieties, but that habit quickly became an addiction which they had no control over. Prejudice and stigma became ruling factors in their lives that negatively affected their self-image. The women all agree on that the treatments and resources on offer need to be adjusted to the requirements of the individual with long-term goals and a strong focus on self-improvement. In addition, they collectively believe that it is very important that people in their circumstances are met by the providers of said services with respect and understanding; that their benefits are placed in the foreground and they are treated as equals. The results show that homeless women who struggle with substance abuse and have a history of traumas do have different needs that need to be addressed holistically. They also highlight the importance of improving both the treatments and resources available in order to meet the needs of these individuals, for example by refining the conduct of those who interact with them.
    Keywords: women, traumas, substance abuse, homelessness, resources, therapies.

Samþykkt: 
  • 19.11.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31974


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf338.48 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Reynsla og upplifun heimilislausra kvenna sem nota vímuefni í æð.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna