is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31976

Titill: 
 • TINNA: Þær hringja í okkur í sorg, þær hringja í okkur í gleði, svo við verðum svona auka stuðningsnet
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Einstæðir foreldrar eru fjölmennur hópur þeirra sem nýta sér fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. Nýjustu tölur frá Hagstofunni sýna að 59,6% einstæðra foreldra á Íslandi árið 2016 áttu erfitt með að láta enda ná saman. Heimili sem búa við fátækt lifa við verri kost en önnur heimili og eru áhrif fátæktar á barnafjölskyldur margvísleg. Rannsóknir hafa sýnt að fjárhagsleg staða heimilisins hefur forspárgildi fyrir geðheilsu einstæðra mæðra. Mæður eru 91,4% einstæðra foreldra og af því leiðir að stærsti hluti einstæðra foreldra í fjárhagserfiðleikum eru einstæðar mæður. Rannsóknir hafa einnig sýnt að rúm 40% þeirra barna sem barnaverndaryfirvöld hafa afskipti af eru börn einstæðra mæðra. Stjórnvöld þurfa að horfast í augu við þá staðreynd að húsnæðisleysi er að aukast og því þarf að vinna að úrbótum í þeim flokki. Þegar fjölskyldur búa ekki í fullnægjandi húsnæði eða eru heimilislausar gerir það barnaverndarstarfsmönnum erfiðara fyrir að ná tilætluðum árangri við að vernda börn og halda fjölskyldum saman.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða upplifun og reynslu þátttakenda og starfsmanna í tilraunaverkefninu TINNU. Eigindleg aðferð var notuð við vinnslu rannsóknarinnar þar sem tvö hálfstöðluð viðtöl við þátttakendur og fjögur hálfstöðluð viðtöl við starfsmenn TINNU voru tekin. Niðurstöður benda til þess að tilraunaverkefnið TINNA reynist þeim konum vel sem taka þátt í verkefninu.
  Lykilorð: fjárhagsaðstoð, endurhæfing, fátækt, einstæðir foreldrar og stuðningur.

 • Útdráttur er á ensku

  Single parents are a large group of those who make use of local government funding. Latest figures from Hagstofan show that 59,6% of single parents in Iceland in the year of 2016 had trouble with making ends meet every month. Homes that live with poverty live worse than other homes, and affect the impact of poverty on families with children in many different ways. Studies have shown that the household´s financial position has predictive value for mental health of single mothers. Mothers are 91,4% of single parents and consequently the majority of single parents in financial difficulties are single mothers. Research has also shown that more than 40% of children in child welfare authorities are children of single mothers. The government needs to face the fact that housing is on the increase, and improvements in that category need to be addressed. When families do not live in sufficient housing or are homeless, it is more difficult for child welfare workers to achieve the best results in protecting children and keeping families together.
  The purpose of the study was to review the experiences of participants and employees in the experimental project TINNA. A qualitative method was used in the process of the study. Two semi-standard interviews were held with participants and four semi-standard interviews with employees of TINNA. Results suggest that the experimental project TINNA is having good impact on the participants.
  Key words: government funding, rehabiltation, poverty, single parents and support.

Samþykkt: 
 • 19.11.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31976


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing f. skemmu.pdf35.4 kBLokaðurYfirlýsingPDF
_Lára Steinunn Vilbergsdóttir_lokaskil_lagað.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna