is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31978

Titill: 
  • „Ég er oft eins og þriðja hjólið við hliðina á símanum.“ Áhrif tölvu- og snjallsímanotkunar á samskipti í parasamböndum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tölvur og snjallsímar eru eitthvað sem að flestir einstaklingar eiga nú til dags og nota dags daglega, hvort sem að það er til vinnu, náms eða skemmtunar.
    Markmið rannsóknarinnar er að lýsa og skilja upplifun og reynslu einstaklinga af notkun snjallsíma og tölvu maka síns og þau áhrif sem sú notkun hefur á samskipti þeirra. Leitast var eftir því að skoða hvort og þá hvernig aukin notkun slíkra tækja hefði áhrif á samskipti innan parasambanda og þá hvort áhrifin væru til hins betra eða verra?. Í rannsókninni var eigindlegri aðferðarfræði beitt og viðtöl tekin við sex einstaklinga á aldrinum 25-35 ára sem höfðu verið í sambandi í að minnsta kosti ár og áttu og notuðu tölvur eða snjallsíma reglulega. Þátttakendur voru fundnir með snjóboltaúrtaki.
    Niðurstöður sýndu fram á að snjallsímarnir voru taldir mun meiri truflun á samskiptum heldur en tölvur og höfðu þeir að mörgu leyti áhrif á samskipti og nánd para, mismikil og misgóð. Snjallsímarnir höfðu verri áhrif á samskipti para sem höfðu verið í sambandi lengi.

  • Útdráttur er á ensku

    Computers and smartphones are something most individuals today have and use on a daily basis, whether it‘s for work, studying or for entertainment.
    The aim of the study is to describe and understand the experience people have of their spouses smartphone and computer usage and the impact it has on their communication. Efforts were made to examine whether and, if so, how the increased use of such devices affects communications in romantic relationships and whether it has a positive or negative impact. Using qualitative methodology, interviews were conducted with six persons aged 25-35 who had been in a relationship for at least a year and owned and used computers or smartphones on a regular basis. Participants were found with snowball sampling.
    The results showed that the smartphones were considered to be much more disruptive to the relationship then computers and they affected communications between the couples in a lot of ways, both good and bad. The affect of the smartphone on communication between the couples became worse as the relationship had lasted longer.

Samþykkt: 
  • 19.11.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31978


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð Erla Rós Heiðarsdóttir.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_20181119_0001.pdf447.3 kBLokaðurYfirlýsingPDF