is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31983

Titill: 
 • Lífsgæði og hindranir: Ungir endurhæfingar- og örorkulífeyrisþegar
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Umræðan um fjölgun öryrkja hefur verið áberandi undanfarin ár. Helsta áhyggjuefnið snýr að því hve ör fjölgun ungra öryrkja hefur verið og hvaða afleiðingar sú fjölgun muni hafa í för með sér. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna aðstæður einstaklinga á aldursbilinu 18 til 39 ára sem hafa verið metnir til endurhæfingar eða örorku og glíma við stoðkerfissjúkdóma eða geðraskanir aðrar en meðfæddar. Kannaðar verða félagslegar og efnahagslegar aðstæður þessara einstaklinga auk þess sem starfsreynsla og heilsufar verður kannað með það að markmiði að greina hvort finna megi hindranir fyrir núverandi þátttöku í námi eða á atvinnumarkaði.
  Rannsóknin byggir á megindlegri aðferð þar sem rannsakandi notaðist við fyrirliggjandi gögn. Gagnasafnið byggist á rannsókn sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann árið 2016 fyrir Velferðarráðuneytið. Markmið þeirrar rannsóknar var að kanna stöðu ungs fólks með endurhæfingar- eða örorkulífeyrir og reynslu þeirra af stuðningi. Á tímabilinu 2. maí til 20. júní árið 2016 var gagna aflað með net- eða símakönnun. Þátttakendur voru einstaklingar á aldrinum 18 til 39 ára sem glímdu við stoðkerfissjúkdóma eða geðraskanir aðrar en meðfæddar samkvæmt örorkumatsskrá Tryggingastofnunar ríkisins og höfðu fengið endurhæfingar- eða örorkulífeyrir á árunum 2012 til 2015. Heildarsvarhlutfall var 65%, eða 457 einstaklingar af 709.
  Helstu niðurstöður þessarar rannsóknarinnar sýna fram á að einkenni um sálfélagslega vanlíðan höfðu komið upp snemma á lífsleiðinni. Menntunarstig svarenda var lágt, margir hverjir höfðu horfið frá framhaldsskólanámi og ekki náð að fóta sig á vinnumarkaði í kjölfarið. Helstu ástæðurnar sem hindruðu svarendur við að fara í nám eða starf vörðuðu heilsufar, óöryggi um framfærslu ásamt því að mæta skilningsleysi og fordómum í eigin garð vegna skertrar starfsgetu.
  Lykilhugtök: Ungt fólk, endurhæfing, örorka, stoðkerfissjúkdómar, geðraskanir, félagsleg einangrun, fordómar, virkni, heilsa og hindranir.

 • Útdráttur er á ensku

  The discussion about the increasing number of individuals with disabilities has been prevalent in recent years. The main concern revolves around the extent to which the number of young disabled people is rising and the consequences this entail. The aim of the current study is to investigate the status of individuals at the age 18 to 39 years old who receive rehabilitation- or disability pension and are suffering from musculoskeletal disease or mental disorders other than congenital. The socioeconomic status of this individuals will be explored, work experience and health with the aim of identifying obstacles for current participation in education or in the labor market.
  The current study utilized a quantitative methodology to explore an available dataset. The database utilized was drawn from a study conducted by the Social Science Institute of the University of Iceland in 2016 for the Ministry of Welfare. The main goal of the prior study was to examine the status of young individuals receiving a disability or rehabilitation pension and their experience of support. During the period from May 2nd to June 20th in 2016 data was obtained through an internet or telephone survey. Participants were individuals at the age of 18 to 39 years old who suffered from musculoskeletal disease or mental disorders other than congenital according to the Social Insurance Administration disability record, and had received rehabilitation or disability pension between the years of 2012 and 2015. The response rate was 65% or 457 participants out of 709.
  The main results of the current study show that symptoms of psychosocial distress had occurred early in life. The level of education of participants was low, the upper secondary out-of-school rate was high, and many were unable to find themselves in the labor market. The main reasons that prevented respondents from seeking education or jobs concerns about health, insecurity concerning pension as well as insufficient understanding towards and prejudice against oneself due to reduced capacity.
  Key concepts: Young people, rehabilitation, disability, musculoskeletal disease, mental disorders, social isolation, prejudice, activity, health and obstacles.

Samþykkt: 
 • 20.11.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31983


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemman-yfirlysing...pdf68.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Snidmat_MA_ritgerd_mbj9.pdf748.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna