is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31985

Titill: 
  • Hvers vegna húðflúr og líkamsgötun? Viðhorf og hegðun háskólanema.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf og hegðun nemenda við Háskóla Íslands varðandi húðflúr og líkamsgöt. Einnig að kanna hvort tengsl voru á milli húðflúra og líkamsgata og félagslegrar stöðu háskólanemenda. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð og var könnunin send rafræn í tölvupósti á nemendur í grunn- og diplómanámi. Niðurstöður sýndu að meirihluti þátttakenda voru konur. Langflestir þátttakendanna voru á aldrinum 21 til 30 ára, meirihlutinn með íslenskt ríkisfang, einhleypir og án barna. Viðhorf gagnvart húðflúrum og líkamsgötun hjá háskólanemendum voru almennt jákvæð samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Lítill sem enginn munur var á meðaltölum kynjanna er varðar viðhorf til húðflúra og líkamsgata, kynin virtust því hafa sömu viðhorf til þessara líkamsbreytinga. Viðhorf gagnvart húðflúrum hafa breyst því rúmlega helmingur þátttakenda var sammála því að finnast húðflúr vera aðlaðandi. Þá var meirihluti þátttakendanna einnig sammála því að húðflúr og líkamsgöt væri tjáning á persónulegum stíl. Marktækt samband reyndist vera til staðar á bæði viðhorfum til húðflúra og líkamsgata eftir bæði áfengisneyslu og vímuefnaneyslu. Þeir sem neita áfengis og vímuefna hafa að meðaltali jákvæðari viðhorf bæði gagnvart húðflúrum og líkamsgötum en þeir sem ekki neita áfengis og vímuefna sem hafa neikvæðari viðhorf gagnvart húðflúrum og líkamsgötum. Marktækt samband var einnig á milli áfengisneyslu og að vera með húðflúr og einnig á milli áfengisneyslu og að vera með líkamsgöt. Tengsl húðflúra og líkamsgata við félagslega stöðu háskólanemenda voru skoðuð og var marktækur munur til staðar eftir því hvort fíkniefnaneysla var á heimili í æsku. Þá reyndist einnig vera marktækur munur á viðhorfi til húðflúra og líkamsgötunar eftir því hvort geðrænir erfiðleikar voru hjá foreldrum.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to examine the attitude and behavior of students at the University of Iceland towards tattoos and piercings. Also, to examine whether there was a connection between having tattoos and piercings and student’s social status. A quantitative research method was used, and the survey was sent electronically by email to students in undergraduate and diploma studies. The results showed that the majority of participants were women. The vast majority of participants were at the age of 21 to 30 years old. The majority were Icelandic, single people and without children. Attitudes among the students towards tattooing and piercing were generally positive according to the results of the study. There was little to no difference in the gender equality in terms of attitudes towards tattoos and piercings, so both men and women seem to have the same attitude towards these body modifications. Attitudes towards tattoos have changed, because more than half of the participants agreed that they find tattoos attractive. A majority of participants also agreed that tattoos and body piercing are an expression of personal style. Significant differences were found in both attitudes towards tattoos and attitudes towards body piercing by alcohol consumption and substance abuse. Those who consume alcohol and use drugs have on average a positive attitude towards both tattoos and body piercing then those who don’t consume or use them who have more negative attitude towards tattoos and body piercing. There was also a significant connection between alcohol consumption and having tattoos and also between alcohol consumption and body piercing. The connection between tattoos and body piercing to student’s social status was examined and there was significant difference depending on whether drug use was at their childhood home. There also turned out to be a significant difference in the attitude towards tattoos and body piercing depending on whether their parents had psychiatric difficulties at their childhood home.
    Keywords: attitude, behavior, tattoo, body piercings, social status.

Samþykkt: 
  • 20.11.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31985


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing pdf.pdf1.33 MBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaskil_MA_gbs23_pdf_.pdf3.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna