is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31987

Titill: 
 • „Ég hef aldrei verið spurður að svona“ Þátttaka barna með námserfiðleika í ákvarðanatöku í skólastarfi
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Breytingar hafa orðið á viðhorfi til barna og stöðu þeirra í samfélaginu á síðastliðnum áratugum. Þær viðhorfsbreytingar hafa þróast með tilkomu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (1989) um réttindi barnsins. Barnasáttmálinn undirstrikar þátttökurétt barna þar sem kveðið er á um rétt barna til að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málefnum er varða þau sjálf. Mikilvægt er að raddir barna fái hljómgrunn í skólakerfinu, á þau sé hlustað og borin sé virðing fyrir sjónarmiðum þeirra og hæfni til ákvarðanatöku.
  Þessi rannsókn er hluti af stærri rannsókn sem er í umsjón dr. Sigrúnar Harðardóttur og Ingibjargar Karlsdóttur þar sem könnuð er upplifun og reynsla foreldra og kennara af stuðningi og þjónustu við börn með námserfiðleika í grunnskólum. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á stöðu barna með námserfiðleika á grunnskólaaldri og fá fram upplifun og reynslu þeirra af stuðningi innan skólans. Áhersla verður lögð á raddir barna þar sem kannað verður hvort þau fái tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við ákvarðanatöku um stuðning innan skólakerfisins. Tilgangur rannsóknarinnar er að fá innsýn og öðlast skilning á aðstæðum barna með námserfiðleika út frá sjónarhorni þeirra barna sem tóku þátt í rannsókninni. Rannsóknarspurningarnar voru: Hver er reynsla barna af því að koma að ákvarðanatöku um sérstakan stuðning innan skólakerfisins? Hvers konar stuðningur skilar árangri að þeirra mati?
  Um er að ræða eigindlega rannsókn þar sem tekin voru þrjú hálfstöðluð rýnihópaviðtöl við börn með námserfiðleika á aldrinum níu til þrettán ára. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ekki er leitast eftir þátttöku barna þegar ákvarðanir eru teknar um stuðning innan skólakerfisins. Þá sýna niðurstöður jafnframt fram á að stuðningur sem fram fer utan kennslustofu skilar börnum betri námsárangri. Þessar niðurstöður geta gefið skólayfirvöldum og öðru fagfólki sýn á mikilvægi þess að rödd barna fái hljómgrunn þegar ákvarðanir eru teknar um velferð þeirra í skólastarfi þar sem börnum henta ólíkar aðferðir.

  Lykilhugtök: Börn, námserfiðleikar, réttindi, sjónarmið, þátttaka, stuðningur.

 • Útdráttur er á ensku

  The attitude towards children and their place in society has changed in the past decades. These changes have evolved due to the emergence of The Convention on the right of the child (1989). The Convention emphasizes the children‘s right of participation and their right to express their point of view on all matters relating to themselves. It is important that children’s voices are heard in the educational system and are valued for their point of view and their ability to make decisions.
  This study is part of a larger study under the supervision of Dr. Sigrún Harðardóttir and Ingibjörg Karlsdóttir which explores the experience of parents and teachers of support and services for children with learning difficulties in elementary schools. The aim of this study is to cast light on the status of children with learning difficulties at elementary school age and to bring forward their experience of support within the school. Emphasis will be placed on whether the children have an opportunity to express their point of view when deciding on support within the educational system. The purpose of the study is to gain insight and understanding of the situation of children with learning difficulties from the perspective of the children who participated in the study. The research questions were: What is the children’s experience of taking part in decision-making about special support within the educational system? What kind of support is effective in their opinion?
  This is a qualitative study involving three semi structured focus group interviews with children with learning difficulties aged nine to thirteen. The results of the study indicate that the children’s participation is not sought after when decisions are made regarding support within the educational system. Furthermore, the results show that support in another classroom gives children better learning outcomes. These findings can help school authorities and other professionals gain a new perspective of the importance of children being heard when deciding on their well-being in education, as children suit different methods.
  Key terms: Children, learning difficulties, rights, point of view, participation, support.

Samþykkt: 
 • 20.11.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31987


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragna María Gestsdóttir.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg683.19 kBLokaðurYfirlýsingJPG