is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31992

Titill: 
 • "Hver var til staðar fyrir mig": Áhrif andlegs ofbeldis í æsku á námsárangur barna, sálfélagslega líðan og afdrif á fullorðinsárum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða upplifun og reynslu einstaklinga sem ólust upp við andlegt ofbeldi í æsku og hvaða áhrif það hafði á námsárangur þeirra og sálfélagslega líðan. Auk þess var skoðað hvaða áhrif reynsla úr æsku hefur haft á afdrif þeirra á fullorðinsárum. Við framkvæmd rannsóknarinnar var notast við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru sex einstaklingsviðtöl. Notast var við tilgangsúrtak ásamt sjálfboðaliðaúrtaki til að nálgast þátttakendur þar sem skilyrði fyrir þátttöku var að hafa upplifað andlegt ofbeldi í æsku. Þátttakendur voru konur á aldrinum 26-40 ára sem bjuggu yfir þeirri reynslu að hafa alist upp við andlegt ofbeldi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að upplifun andlegs ofbeldis í æsku hefur haft mikil áhrif á sálfélagslega líðan þátttakenda. Þátttakendur upplifðu meðal annars hræðslu, skömm, óvissu, reiði, höfnun, óöryggi og vanlíðan. Áhrif andlega ofbeldisins birtist meðal annars í lágri sjálfsmynd, kvíða, þunglyndi, félagsfælni og áfallastreituröskun auk sjálfskaðandi hegðunar og sjálfvígstilraunum. Helstu niðurstöður benda til þess að upplifun andlegs ofbeldis í æsku getur haft áhrif á námsárangur barna, það fari einna helst eftir því hversu mikilli seiglu börn búi yfir. Allir þátttakendur voru sammála um að efla þurfi þekkingu og stuðning innan skóla og velferðarkerfisins svo hægt sé að koma betur til móts við þau börn sem upplifa andlegt ofbeldi og þá einnig til að koma í veg fyrir brottfall úr námi.
  Lykilorð: Andlegt ofbeldi, námsárangur, sálfélagsleg líðan, brotthvarf úr námi, seigla

 • Útdráttur er á ensku

  The main objective of the study was to examine the feelings and experiences of individuals raised in an environment of mental abuse and the influences on academic results and their psycho-social well-being. Furthermore, the influences of childhood experiences of mental abuse in adulthood were examined. The study was carried out using a qualitative research method, six individual interviews were conducted. Purposive sampling through voluntary participation was used. The prerequisite for participation was having experience mental abuse in childhood. The participants were women ranging in age from 26-40 all of whom had grown up in an environment of mental abuse. The results of the study show that experiencing mental abuse in childhood has had an immense effect on the psycho-social well-being of the participants who, among other things, have experienced fear, shame, uncertainty, anger, rejection, insecurity and generally feeling unwell. Moreover, the effects of the mental abuse transpire in low self-esteem, anxiety, depression, social phobia, post-traumatic stress disorder, self-harming behavior, and suicide attempts. Primary results of the study indicate that experiencing mental abuse in childhood may affect academic results, which mostly depends on how much tenacity the children have. All the participants agreed that the knowledge and support within the school- and welfare system must be improved in order to better accommodate the children that have experienced mental abuse and also to counter drop-outs from the school system.
  Keywords: Mental abuse, academic results, psycho-social well-being, school drop-outs, tenacity

Samþykkt: 
 • 20.11.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31992


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing vegna lokaverkefnis.jpg1.04 MBLokaðurYfirlýsingJPG
Hver_var_til_staðar_fyrir_mig _MA ritgerð_Svava Berglind Grétarsdóttir.pdf848.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna