is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31994

Titill: 
  • ,,Ég hefði viljað læra meira af því sem ég er góð í”: Upplifun og reynsla nemenda með námsörðugleika af stuðningi í skólanum
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um upplifun og reynslu nemenda með námsörðugleika af stuðningi í grunnskólum. Markmið rannsóknarinnar var að skoða stuðning sem að nemendurnir fengu í skólanum út frá hugtakinu fagmennska. Við framkvæmd rannsóknarinnar var notast við eigindlega aðferðafræði þar sem tekin voru sjö einstaklingsviðtöl við nemendur með námsörðugleika á unglingastigi í grunnskóla. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að nemendur voru jákvæðir gagnvart þeim stuðningi sem þeir fengu í skólanum, en flestir fengu stuðning utan almennra kennslustunda. Einnig sýndu niðurstöður að viðmælendur greindust frekar seint með námsörðugleika, sem olli því að þeir fengu ekki nógu snemma þá þjónustu sem þeir þurftu á að halda í skólanum. Jafnframt kom fram að nemendurnir voru ekki hafðir með í ráðum þegar teknar voru ákvarðanir varðandi stuðning í námi. Flestir sögðu þó að þeir væru spurðir hvort þeir vildu fara í stuðningskennslu í sérstofum eða ekki. Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar má draga þá ályktun að þrátt fyrir að nemendurnir séu almennt ánægðir með þann stuðning sem þeir fá sé þörf á að koma betur til móts við nemendur með námsörðugleika. Í því sambandi má nefna mikilvægi þess að leggja meiri áherslu á styrkleika nemenda, bæði í almennum kennslustundum og stuðningskennslu, og veita þeim meiri hvatningu í námi til að auka áhuga þeirra gagnvart námi sínu. Niðurstöður sýndu ennfremur að úrræði nemenda eru ekki alltaf eins einstaklingsmiðuð og þörf er á. Úrtak rannsóknarinnar náði aðeins til sjö nemenda í þremur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og því ekki hægt að alhæfa út frá þeim niðurstöðum. Engu að síður má ætla að niðurstöðurnar geti átt við fleiri nemendur sem eru með námsörðugleika.

  • Útdráttur er á ensku

    This research focuses on the views and experience of students with learning difficulties regarding educational support in elementary schools. The aim of the research was to examine the support reported by students in light of professionalism. The researcher used a qualitative research method by individually interviewing seven students with learning difficulties aged fourteen to fifteen years. The main results showed that students are positive towards the educational support they receive at school. Most of the students receive support outside of the classroom with a special education teacher. The results also showed that students often were diagnosed with learning difficulties rather late during their elementary education, which leads to them not receiving the educational support they need early enough. Additionally the results showed that the students rarely are consulted regarding their educational support. Most of the students however reported having been asked whether they wanted to seek support outside of the classroom. The conclusion is that students with learning difficulties are mainly happy with the support they receive, however elementary schools need to better accommodate students with learning difficulties. In that regard schools need to focus more on student’s strength, both inside and outside of the classroom, as well as providing them with motivation to increase their interest in their school work. The results furthermore showed that the student’s resources is not always as personalized as it needs to be. The research sample consisted of seven students in three elementary schools in the capital area of Iceland, therefore the results cannot be generalized. It can, nevertheless be concluded that the results may apply to other students with learning difficulties as well.

Samþykkt: 
  • 20.11.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31994


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing.pdf281.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF
meistararitgerd.drk.pdf1.3 MBLokaður til...22.06.2019HeildartextiPDF