Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31995
Þegar einstaklingar flytja til landa þar sem talað er annað tungumál en þeirra eigið þurfa þeir að takast á við það stóra verkefniað læra nýtt tungumál. Það að læra nýtt tungumál krefst mikils áhuga, tíma og auðvitað vinnu. Margt getur haft áhrif á það hvernig til tekst að læra nýja tungumálið og getur aldur, forsendur til náms, þekking á öðrum
tungumálum og persónulegir þættir eins og viðhorf verið hluti af því. Ýmislegt þarf einnig að hafa í huga þegar kemur að námi tvítyngdra nemenda og margir þættir koma inn í það ferli eins og kemur fram í þessari rannsókn.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna tilhögun íslenskunáms tvítyngdra unglinga í tveimur grunnskólum á landsbyggð samhliða því hvaða hlutverki foreldrar gegna í námi barna sinna. Sex nemendur á unglingastigi í grunnskóla tóku þátt í rannsókninni ásamt umsjónarkennurum og foreldrum þeirra. Misjafnt var hve lengi foreldrar nemenda hafa verið búsett á Íslandi en það var frá bilinu sex og hálft ár til 23 ár. Kennarar sem tóku þátt í rannsókninni höfðu kennt tvítyngdum nemendum frá sex ár til 18 ár og hafa því öll ágæta reynslu á því sviði. Nemendur höfðu stundað nám ýmist í sex ár og frá því þau byrjuðu skólagöngu sína til dagsins í dag.
Tekin voru hálfopin einstaklingsviðtöl við þátttakendur. Viðtalsrammanum var skipt í þrjá hluta sem tengdust kennurum, nemendum og foreldrum þeirra. Í hverju viðtali voru sex til níu spurningar. Auk þess var rætt saman fyrir hvert viðtal með kynningu viðfangsefnis rannsóknar og tilgangi hennar. Í lok allra viðtala var spurt hvernig hægt væri að bæta
íslenskunám þessa ákveðnu tvítyndu nemenda. Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru að kennarar eru allir sammála um að foreldrar hafa mikil áhrif á íslenskunám tvítyngdra barna. Á sama tíma segja þeir það skipta miklu máli hvernig viðhorf bæði foreldrar og nemendurnir hafa gagnvart náminu. Þeir nemendur sem tóku þátt í rannsókninni eru allir duglegir og metnaðarfullir námsmenn. Foreldrar þeirra hafa misgóða færni í íslensku en styðja börn sín eins mikið og þau geta. Foreldrarnir reyna að taka sem mest þátt í námi barna sinna þó svo að sum þeirra eigi erfitt með að skilja íslensku eða tala hana sjálf.
When people move to a countries with a different language than their own, they have to take on that big project learning a new language. Learning a new language requires a lot of interest on people‘s behafe, time and of course a lot of work. Many things can affect how the individual learns a new language and age, conditions for learning, knowledge on the new language and personal factors such as attitudes towards the language can be a part of that. There are various things to consider when it comes to teaching bilingual students and many factors are included in that process as stated in this study.
The purpose of this study is to research how bilingual young adult adolensence are taught the icelandic language in two elementary schools in a small town in west Icleland. Six young adult students took part in this research along with their teacher and parents. The parents that took part in this research have live in Iceland from six up to 23 years, the teachers have taught bilingual students from six to 18 years, so they have a good experience in that apartment. The students that participated in the interviews have lived in Iceland from birth and up to over six years.
The participants were interviewed individually by using a semi-stuctured interview approach. The frame of the interviews was split in three parts which related to teachers of bilingual students, bilingual students and their parents. In each interview were six to nine questions asked. Along with an introduction of the research at the beginning of the interview. At the end of all interviews the researcher asked how education of bilingual students can possibly improved.
The main research results divides into two main chapters, on the one hand emphasis on the education of the bilingual students were there is accounted for teacher‘s attitude towards bilingual education and their experience on that matter, student‘s icelandic language studies along with education of their mothers tongue. On the other the results of the parent‘s attitude and their qualification of the icelandic language will be covered.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Heiðdís Júlíusdóttir .pdf | 562.9 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing.pdf | 57.74 kB | Lokaður | Yfirlýsing |