is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31996

Titill: 
  • Kvíði, depurð og minnistap: Sjálfsmat eldra fólks
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða með OASR sjálfsmatslistum dreifingu á skorum og tíðni kvíða- og depurðar einkenna og einkenna minnistaps hjá einstaklingum 60 ára og eldri á Íslandi. Einnig var markmiðið að athuga hvort dreifing þessara einkenna hér á landi sé hærri eða lægri en viðmiðunarhóps ASEBA í Bandaríkjunum. Rannsóknin byggist á megindlegri aðferð þar sem unnið var með fyrirliggjandi gögn úr rannsókn Halldórs S. Guðmundssonar og fleiri. Í þeirri rannsókn var 800 manna tilviljanaúrtak tekið úr þjóðskrá hjá aldurshópnum 60 ára og eldri. Þátttakendur voru beðnir um að svara ASEBA matslistum fyrir einstaklinga 60 ára og eldri, annars vega OASR sjálfsmatslista og hins vegar OABCL matslista fyrir aðstandendur.
    Í rannsókn þessari fór fram greining á gögnum 354 þátttakenda og voru konur 54,5% þátttakenda en 45,5% þeirra karlar. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að almennt voru meðaltölin hærri hjá aldurshópnum 76 ára og eldri miðað við 60-75 ára. Einnig voru meðaltölin almennt hærri hjá konum en körlum í einkennaflokkum ASEBA og DSM. Hlutfall þátttakenda með jaðar-/klínískan vanda í einkennaflokkum ASEBA mældist í heildina 9,6% í flokknum kvíði/depurð og 7,3% í flokknum minnistap. Í einkennaflokkum samkvæmt DSM mældist heildarhlutfallið 7,3% í einkennaflokknum þunglyndi, 8,2% kvíða og 5,9% á einkennum heilabilunar. Jafnframt sýndu niðurstöðurnar að ekki var tölfræðilega marktækur munur á milli íslensku rannsóknarinnar og viðmiðunarhóps ASEBA í Bandaríkjunum. Þó mátti sjá að meðaltölin bæði á einkennaflokkum ASEBA og DSM voru almennt lægri í íslensku rannsókninni miðað við viðmiðunarhóp ASEBA.

  • Útdráttur er á ensku

    The aims of this research study were to examine, with the OASR self-report, the distribution of mean scores and frequency of anxiety and depression symptoms and symptoms of memory loss, in individuals 60 years and older in Iceland. Additionally the aims of this research were to evaluate if the prevelance of these symptoms were higher or lower in Iceland as compared to the same age group in the United States. This research uses quantitative research method examining available data from the research of Halldór S. Guðmundsson. In that study, 800 people were randomly sampled from the national register of 60 years and older. Participants were asked to answer the ASEBA assessments for people 60 years and older; to complete the OASR self-report and the OABCL behavior checklist. This research study analyzed the OASR data.
    Data was available for a total of 354 people; 54.5% females and 45.5% males. The results demonstrated that the mean scores were higher in the 76 years and older group, as compared to 60-75 years. Also, the mean scores were higher for females than for males on both ASEBA and DSM syndrome scales. In terms of the sub-/clinical problems on the ASEBA syndrome scales, 9.6% of participants were assessed to be anxious/depressed and 7.3% had memory/cognition problems. Based on scores on the DSM syndrome scales, a total of 7.3% were depressed, 8.2% were anxious and 5.9% had dementia. The findings also showed that there was no statistically significant difference between the Icelandic group and United States ASEBA comparison group. However, the means on both the ASEBA scales and DSM scales were lower in the Icelandic group than the comparison group.

Samþykkt: 
  • 20.11.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31996


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf333.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MA ritgerð pdfSJ.pdf1.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna